Keppni í riffilkeppninni á 50 metra færi á HM í Azerbaijan var að ljúka. Jón Þór Sigurðsson náði þar frábærum árangri og hafnaði að lokum í áttunda sæti með 623,8 stig en keppendur voru alls 73. Sigurvegarinn, Petr Nymbursky frá Tékklandi sigraði með 626,5 stig en þess má geta að Íslandsmet Jóns Þór síðan í fyrra er 627,5 stig.  Skoða má lokastöðuna nánar hérna. Hann tekur svo þátt í keppni á 300 metra færi á sunnudaginn, 27.ágúst.