Heimsmeistaramótið í Bench Rest fer nú fram í Frakklandi á 100, 200 og 300 metra færi. Ísland á einn keppanda þar, Jóhannes Frank Jóhannesson. Í dag var skotið a 100 metra færi í LV flokki, og gerði Jóhannes sér lítið fyrir og náði 7. sæti en keppendur eru alls 148 talsins. Nánari úrslit má sjá hérna.