Uncategorized

Yfirlýsing frá ISSF um greinaskrif gegn skotfimi á Ólympíuleikum

Margir hafa haft samband við STÍ vegna greinaskrifa Alan Abrahamsson, þar sem hann er að tala niður skotfimi á Ólympíuleikum. Íþróttamannanefnd ISSF hefur nú sent frá sér yfirlýsingu sem tekur af allan vafa í þessu sambandi. Birtum hér yfirlýsinguna óþýdda : On August 17th as chairmen of the Athletes Committee, we sent out an e-mail [...]

By |2019-11-26T09:35:41+00:00November 26th, 2019|Uncategorized|Comments Off on Yfirlýsing frá ISSF um greinaskrif gegn skotfimi á Ólympíuleikum

Landsmót í 50 metra riffli á Ísafirði

Landsmót STÍ í 50 metra liggjandi riffli fór fram á Ísafirði laugardaginn 16.nóvember s.l. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 613,8 stig, Guðrún Hafberg úr SFK varð önnur meða 567,6 stig og í þriðja sæti Elín Drífa Ólafsdóttir úr SÍ með 511,4 stig. Í karlaflokki sigraði Jón Þór Sigurðsson úr SFK með 612,7 [...]

By |2019-11-25T07:39:53+00:00November 16th, 2019|Uncategorized|Comments Off on Landsmót í 50 metra riffli á Ísafirði

Axel Sölvason er látinn

Axel Sölvason, fyrsti formaður Skotíþróttasambands Íslands. og fyrrverandi formaður Skotfélags Reykjavíkur, lést 15. október sl. Axel starfaði lengi vel fyrir skothreyfinguna í margvíslegum málefnum tengdum skotíþróttum. Hann fékk æðsta heiðursmerki Skotíþróttasambandsins fyrir störf sín í þágu skotíþróttarinnar. Einnig var hann sæmdur gullmerki Íþrótta-og Ólympíusambands Íslands. Hann var gerður að heiðursfélaga Skotfélags Reykjavíkur fyrir félagsstörf sín. [...]

By |2021-04-15T15:22:25+00:00October 30th, 2019|Uncategorized|Comments Off on Axel Sölvason er látinn

Íslandsmeistarar í Compak Sporting í dag

Íslandsmótið í haglabyssugreininni Compak Sporting fór fram á skotsvæði Skotfélags Reykjavíkur  á Álfsnesi um helgina. Í karlaflokki varð Ævar Sveinn Ævarsson úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar Íslandsmeistari með 181 stig, annar varð Gunnar Þór Þórarnarson úr Skotfélagi Akureyrar með 177 stig og þriðji varð Stefán Gaukur Rafnsson úr Skotfélagi Akureyrar með 176 stig. Í kvennaflokki varð Ingibjörg [...]

By |2019-08-18T19:27:02+00:00August 18th, 2019|Uncategorized|Comments Off on Íslandsmeistarar í Compak Sporting í dag

Íslandsmótinu í Skeet á Akureyri lokið

Íslandsmeistaramótið í haglabyssugreininni Skeet fór fram um helgina á Akureyri. Í karlaflokki sigraði Sigurður Unnar Hauksson úr Skotfélagi Reykjavíkur eftir bráðabana við Stefán Gísla Örlygsson úr Skotfélagi Akraness en báðir voru þeir með 52 stig í finalnum. Í þriðja sæti varð Guðlaugur Bragi Magnússon úr Skotfélagi Akureyrar. Í unglingaflokki varð Daníel Logi Heiðarsson úr Skotfélagi [...]

By |2019-08-15T08:20:42+00:00August 13th, 2019|Uncategorized|Comments Off on Íslandsmótinu í Skeet á Akureyri lokið

Smáþjóðaleikarnir í Svartfjallalandi hófust í dag

Smáþjóðaleikarnir í Svartfjallalandi eru hafnir. Ísland á þar keppendur í loftskammbyssu, Ásgeir Sigurgeirsson, Jórunni Harðardóttur og Ívar Ragnarsson. Í loftriffli keppa Íris Eva Einarsdóttir, Jórunn Harðardóttir og Guðmundur Helgi Christensen. Keppni í loftskammbyssu er á fimmtudaginn og í loftriffli á föstudag. Hægt verður að fylgjast með á heimasíðu leikanna hérna.

By |2019-05-28T07:24:06+00:00May 28th, 2019|Uncategorized|Comments Off on Smáþjóðaleikarnir í Svartfjallalandi hófust í dag

Heimsbikarmótið í München er hafið

Ásgeir Sigurgeirsson keppir á heimsbikarmótinu í München í Þýskalandi á morgun, mánudag. Keppendur eru alls um 162 talsins í loftskammbyssu karla. Hann er í öðrum riðli sem byrjar kl.09:15 og verður hægt að fylgjast með skorinu hérna.   Ásgeir endaði með 572 stig (91+95+94+98+95+99) og hafnaði í 60.sæti af 162 keppendum.

By |2019-05-27T12:09:18+00:00May 26th, 2019|Uncategorized|Comments Off on Heimsbikarmótið í München er hafið

Íslandsmót í skammbyssugreinum um helgina

Um næstu helgi fara fram tvö Íslandsmót. Á laugardaginn er keppt í Sportskammbyssu í Egilshöllinni í Grafarvogi og á sunnudaginn í Grófri skammbyssu í Digranesi í Kópavogi. Nánar um mótin á heimasíðum félaganna, Skotfélags Reykjavíkur og Skotíþróttafélags Kópavogs

By |2019-04-24T07:32:40+00:00April 24th, 2019|Uncategorized|Comments Off on Íslandsmót í skammbyssugreinum um helgina
Go to Top