Hákon Þór Svavarsson Íslandsmeistari í SKEET karla. Hákon SFS skaut 117 stig í undankeppninni og kláraði úrslitin með 51.stigi. Í öðru sæti var Stefán Gísli Örlygsson SKA 112 og 49 í úrslitum og í þriðja sæti var Guðlaugur Bragi Magnússon SA 115 og 38 í úrslitum. Í liðakeppni varð Íslandsmeistari lið SFS þeir Hákon, Gunnar Gunnarsson og Snorri J Valsson á 310 stigum.