Snjólaug M Jónsdóttir Íslandsmeistari í SKEET kvenna. Snjólaug sem keppir fyrir Markviss sigraði eftir æsispennandi úrslitakeppni, í öðru sæti var Þórey I. Helgadóttir SR og í þriðja sæti Eva Ó. Skaftadóttir SR. Tvö íslandsmet voru sett í kvennakeppninni sveit SR setti nýtt met í liðakeppni: Dagný, Eva og Þórey 127 stig. Og Ingibjörg Y. Gunnarsdóttir setti met í unglingaflokki 13 stig.