Hákon Þ.Svavarsson endaði í 13.-17.sæti í Skeet á Evrópumeistaramótinu í Bakú í Azerbaijan í dag á fínu skori 118 stig af 125 mögulegum (24 24 25 23 22) en 120 stig þurfti til að komast í 6 manna úrslit. Allir bestu skotmenn Evrópu tóku þátt og mættu alls 61 keppandi að þessu sinni.