Tímasetning: Mánudagur 21. ágúst kl. 12:00-13:30
Staðsetning: Háskólinn í Reykjavík stofa M209

Fyrirlestur sem enginn skotmaður né aðrir íþróttamenn ættu að missa af!
Niccolo Campriani og Petra Zublasing, riffilskotmenn á heimsmælikvarða, halda fyrirlestur um afreksþjálfun og markmiðasetningu. Niccolo Campriani er tvöfaldur gullverðlaunahafi frá Ólympíuleikunum í Río, auk þess að hafa nælt sér í gull- og silfurverðlaun í London fjórum árum áður. Petra Zublasing hefur eins og Campriani, unnið til fjölmargra heimsbikar- og Evróputitla, sett bæði heimsmet og ólympíumet og verið kosin skotíþróttaeinstaklingur ársins af alþjóðaskotíþróttasambandinu. Þau hafa æft skotfimi frá unga aldri og hafa frá mörgu að segja er tengist afreksíþróttaþjálfun og markmiðasetningu.

Skotfélag Reykjavíkur, Háskólinn í Reykjavík og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands standa saman að viðburðinum sem er hluti af afmælisdagskrá Skotfélagsins sem heldur í ár upp á 150 ára afmæli félagsins sem elsta íþróttafélag landsins.