Snjólaug M. Jónsdóttir úr skotfélaginu Markviss á Blönduósi varð í dag Bikarmeistari STÍ í haglabyssugeininni Skeet. Hún háði harða keppni við Dagnýju H.Hinriksdóttur úr Skotfélagi Reykjavíkur í úrslitunum og hafði að lokum nauman sigur.
Sveit Skotfélags Reykjavíkur bætti eigið Íslandsmet um heil 10 stig en sveitina skipa þær Dagný H. Hinriksdóttir, Þórey I. Helgadóttir og Eva Ósk Skaftadóttir.