Mót og úrslit

Íslandsmet hjá Karenu Rós Valsdóttur í 50 m riffilkeppninni í dag

Íslandsmeistaramótið í 50 m riffli fór fram í aðstöðu Skotíþróttafélags Kópavogs í  Digranesi í dag. Karen Rós Valsdóttir úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar bætti þar Íslandsmetið í unglingaflokki stúlkna með skori uppá 580,2 stig og hlaut Íslandsmeistaratitil stúlkna. Íslandsmeistarar urðu Jón Þór Sigurðsson úr SFK í karlaflokki með 622,0 stig, annar varð Arnfinnur A. Jónsson úr SFK [...]

By |2023-04-15T20:28:36+00:00April 15th, 2023|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmet hjá Karenu Rós Valsdóttur í 50 m riffilkeppninni í dag

Úrtökumót númer tvö í Þorlákshöfn á laugardaginn

Úrtökumót STÍ í Skeet númer tvö í röðinni fyrir Smáþjóðaleikana á Möltu fer fram á velli SFS við Þorlákshöfn á laugardaginn. Mótið hefst kl.10:00 og verða skotnir fjórir hringir. 9 skotmenn eru skráðir til leiks og er þeim skipt í tvo riðla sem sjá má hérna. Úrslitin eru komin  hérna

By |2023-04-15T13:23:41+00:00April 11th, 2023|Mót og úrslit|Comments Off on Úrtökumót númer tvö í Þorlákshöfn á laugardaginn

Skráning á úrtökumótið í Þorlákshöfn 15.apríl

Skráning á úrtökumótið í Skeet,  laugardaginn 15.apríl, þarf að berast á sti@sti.is um helgina.

By |2023-04-08T10:04:28+00:00April 8th, 2023|Mót og úrslit|Comments Off on Skráning á úrtökumótið í Þorlákshöfn 15.apríl

Fyrsta úrtökumótið í skeet á Álfsnesi

Fyrsta úrtökumótið af þremur fyrir val á keppendum á Smáþjóðaleikana á Möltu fór fram í dag.

By |2023-04-01T15:01:51+00:00April 1st, 2023|Mót og úrslit|Comments Off on Fyrsta úrtökumótið í skeet á Álfsnesi

Úrtökumót fyrir Smáþjóðaleikana á Möltu

Fyrsta úrtökumótið fyrir Smáþjóðaleikana á Möltu fer fram laugardaginn 1.apríl á skotsvæði Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi. Engin sérstök keppnisæfing verður á föstudeginum, enda ekki heimilt að skjóta á föstudögum !!. Níu keppendur skráðu sig til leiks en einn hefur forfallast vegna meiðsla. Má sjá þá hérna.

By |2023-03-30T20:51:07+00:00March 30th, 2023|Mót og úrslit|Comments Off on Úrtökumót fyrir Smáþjóðaleikana á Möltu

Skráning á úrtökumótið á Álfsnesi 1.apríl

Skráning á úrtökumótið  laugardaginn 1.apríl þarf að berast á sti@sti.is um helgina.

By |2023-03-24T12:30:06+00:00March 24th, 2023|Mót og úrslit|Comments Off on Skráning á úrtökumótið á Álfsnesi 1.apríl

Stöðluð skammbyssa í Digranesi í dag

Landsmót í Staðlaðri skammbyssu fór fram í Kópavogi í dag. Ívar Ragnarsson úr SFK sigraði með 561 stig,  í öðru sæti varð Karl Kristinsson úr SR með 525 stig og Kolbeinn Björgvinsson úr SR vann bronsið með 473 stig. Þrjú lið kepptu og varð A lið SFK hlutskarpast með 1443 stig - með þá Ívar [...]

By |2023-03-19T20:10:18+00:00March 19th, 2023|Mót og úrslit|Comments Off on Stöðluð skammbyssa í Digranesi í dag

Landsmót í loftbyssugreinunum í Kópavogi í dag

Í Digranesi í Kópavogi fór fram í dag Landsmót STÍ í loftbyssugreinunum.  Í loftskammbyssu karla sigraði Ívar Ragnarsson úr SFK með 566 stig , Bjarki Sigfússon úr SFK varð annar með 536 stig/8x og Guðmundur A. Hjartarson úr SK þriðji með 536 stig/6x. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 547 stig, Kristína Sigurðardóttir [...]

By |2023-03-20T13:37:40+00:00March 18th, 2023|Mót og úrslit|Comments Off on Landsmót í loftbyssugreinunum í Kópavogi í dag

Landsmót í þrístöðu á Ísafirði í dag

Þórir Kristinsson úr SR sigraði á riffilmótinu á Ísafirði í dag, með 536 stig, annar varð Valur Richter úr SÍ með 519 stig og þriðji Leifur Bremnes úr SÍ með 469 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 517 stig og silfrið hlaut Guðrún Hafberg úr SÍ með 439 stig. Nánar á úrslitasíðunni

By |2023-03-06T10:38:46+00:00March 5th, 2023|Mót og úrslit|Comments Off on Landsmót í þrístöðu á Ísafirði í dag

Landsmót í 50 metra riffli á Ísafirði í dag

Landsmót STÍ í riffli á 50 metra færi úr liggjandi stöðu fór fram á Ísafirði í dag. Valur Richter úr SÍ sigraði í karlaflokki með 607,7 stig, Guðmundur Valdimarsson úr SÍ varð annar með 606,1 stig og Þórir Kristinsson úr SR varð í 3ja sæti með 606,0 stig. Í kvennaflokki vann Jórunn Harðardóttir úr SR [...]

By |2023-03-05T09:23:39+00:00March 4th, 2023|Mót og úrslit|Comments Off on Landsmót í 50 metra riffli á Ísafirði í dag
Go to Top