Í dag fóru fram tvö Landsmót í Kópavogi. Keppt var í Sport skammbyssu (cal.22) þar sem Ívar Ragnarsson úr SFK sigraði með 565 stig, Friðrik Goethe úr SFK varð annar með 551 stig og Karl Kristinsson úr SR hlaut bronsið með 536 stig.  Einnig var keppt í Grófri skammbyssu (Center fire) og sigraði Ívar Ragnarsson einnig í henni með 561 stig, annar varð Karl Kristinsson úr SR með 513 stig og Eiríkur Ó. Jónsson úr SFK þriðji með 511 stig. Nánar á úrslitasíðunni.