Nokkur Íslandsmet voru sett á Landsmóti STÍ í Þrístöðu með riffli voru sett í dag. Í stúlknaflokki setti Viktoría Erla Bjarnarson úr SR met 444 stig, í kvennaflokki Jórunn Harðardóttir úr SR með 539 stig, sveit SR í karlaflokki með 1,504 stig og eins í kvennaflokki 1,476 stig. Annars fóru leikar þannig að í karlaflokki sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 539 stig, Þórir Kristinsson úr SR varð annar með 516 stig og í þriðja sæti Valur Richter úr SÍ með 506 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn með 539 stig, Bára Einarsdóttir úr SÍ varð önnur með 512 stig og Íris Eva Einarsdóttir úr SR hafnaði í þriðja sæti með 493 stig. Nánari úrslit má finna á úrslitasíðu STÍ og eins eru myndir að detta inn á www.sr.is