Íslandsmeistaramótið í loftskammbyssu fór fram í Egilshöllinni í dag. Í karlaflokki sigraði Ívar Ragnarsson úr SFK með 564 stig, Jón Þór Sigurðsson úr SFK varð annar með 550 stig og Bjarki Sigfússon úr SFK þriðji með 533 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 547 stig, Kristína Sigurðardóttir úr SR varð önnur með 541 stig og þriðja varð Aðalheiður L. Guðmundsdóttir úr SSS með 530 stig. Óðinn Magnússon úr SKY varð Íslandsmeistari drengja með 473 stig. Íslandsmeistari stúlkna varð Sóley Þórðardóttir úr SKAUST með 511 stig en Viktoría E. Bjarnarson úr SR varð önnur með 409 stig. Einnig var keppt um Íslandsmeistaratitla í flokkum. Nánar á úrslitasíðunni og myndir á síðu mótshaldara hérna.