Fyrsta landsmót sumarsins í haglabyssugreininni Compak Sporting fór fram á Iðavöllum í Hafnarfirði um helgina í frábæru veðri. Tuttugu skyttur tóku þátt og fóru leikar þannig að Jón Valgeirsson (SÍH) sigraði í karlaflokki með 189 stig, Aron K. Jónsson (SÍH) varð annar með 182 stig og Jóhann Ævarsson (SA) varð þriðji með 178 stig. Í kvennaflokki sigraði Guðrún Hjaltalín (SKA) með 144 stig og í unglingaflokki sigraði Yngvi S. Bjarnason (SÍH) með 147 stig. Nánar á úrslitasíðunni á www.sti.is