Mót og úrslit

SÍH Open í skeet um helgina

Skotíþróttafélag Hafnarfjarðar hélt árlegt mót sitt, SÍH-OPEN, um helgina. Keppt er í haglabyssugreininni SKEET. Skipt var í A og B úrslit eftir fyrri daginn. Í A-úrslitum sigraði Arnór Logi Uzureau með 113/50 stig, Daníel Logi Heiðarsson varð annar með 109/47 stig og í þriðja sæti Jón Gunnar Kristjánsson með 114/34 stig. Í B-úrslitum sigraði Kristinn [...]

By |2024-07-09T08:50:52+00:00July 8th, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on SÍH Open í skeet um helgina

Norðurlandamótið í Bench Rest á Húsavík

Nokkur orð um Norðurlandamótið í riffilgreininni Bench rest, sem haldið var á velli Skotf. Húsavikur, nýliðna helgi.11 manns mættu á mótið, þar af tveir keppendur frá Sviþjóð, og einn frá Finnlandi- fyrrum heinsmeistari í þessari grein skotfimi. Það voru þvi engir aukvisar sem nættu til keppni á Husavík.Til að unnt se að halda mót sem [...]

By |2024-08-11T20:01:56+00:00July 1st, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Norðurlandamótið í Bench Rest á Húsavík

Guðlaugur Bragi sigraði á Akureyri

Landsmót STÍ í haglabyssugreininni skeet var haldið á Akureyri um helgina. Guðlaugur Bragi Magnússon úr SA sigraði með 110 stig eftir bráðabana við Daníel Loga Heiðarsson úr SÍH sem einnig var með 110 stig. Í þriðja sæti hafnaði Jakob Þór Leifsson úr SÍH með 104 stig. Nánar á úrslitasíðunni.

By |2024-06-24T07:40:31+00:00June 24th, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Guðlaugur Bragi sigraði á Akureyri

Heimsbikarmótinu á Ítalíu lýkur í dag

Heimsbikarmótinu í Lonato á Ítalíu lýkur í dag. Okkar keppendur stóðu sig með prýði í haglabyssugreininni Skeet og endaði Hákon Þór Svavarsson með 115 stig (21-24-21-24-25) í 78.sæti af 121, Arnór Logi Uzureau með 114 stig (23-22-22-22-25) í 85.sæti og Jakob Þór Leifsson með 113 stig (24-21-22-21-25) í 92.sæti. Finalarnir eru sýndir beint á YouTube [...]

By |2024-06-17T09:45:56+00:00June 17th, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Heimsbikarmótinu á Ítalíu lýkur í dag

Jón Valgeirs sigraði á Akureyri

Landsmóti STÍ í Compak Sporting var að ljúka á Akureyri. Í einstaklingskeppninni sigraði Jón Valgeirsson úr SR með 193 stig, Jóhann Ævarsson úr SA varð annar með 192 stig og í þriðja sæti hafnaði Ævar S. Sveinsson úr SÍH með 191 stig. Í liðakeppninni sigraði A-sveit SA með 549 stig, B-sveit SA varð önnur með [...]

By |2024-06-16T15:13:13+00:00June 16th, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Jón Valgeirs sigraði á Akureyri

Hákon kominn með sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar

Hákon Þór Svavarsson, skotíþróttamaður, hefur fengið boð um þátttöku á Ólympíuleikunum í París í sumar en Alþjóða ólympíunefndin staðfesti svo í dag. Hákon Þór verður þar með þriðji Íslendingurinn sem kemst inn á Ólympíuleikana sem haldnir verða í júlí og fram í ágúst. Hákon Þór fékk boðssæti sem Alþjóða ólympíunefndin (IOC) staðfesti í dag. Hákon [...]

By |2024-06-13T17:36:09+00:00June 13th, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Hákon kominn með sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar

Landsmót í Norrænu trappi á Blönduósi

Landsmót STÍ í Norrænu trappi var haldið á Skotíþróttasvæði Markviss á Blönduósi.13 keppendur skráðir til leiks frá 5 íþróttafélögum. Veður var þokkalegt, lognið var að flýta sér mismikið yfir helgina og stöku skúrir. En keppendur létu þetta lítið á sig fá fyrri daginn en þann seinni var vindur aðeins meiri og hitastigið töluvert lægra en [...]

By |2024-06-17T16:00:35+00:00June 2nd, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Landsmót í Norrænu trappi á Blönduósi

Landsmót í Skeet í dag í Hafnarfirði

Landsmót STÍ í skeet fór fram í Hafnarfirði í dag. Arnór L. Uzureau úr SÍH sigraði með 118 stig, Hákon Þ. Svavarsson úr SFS varð annar með 116 stig og í þriðja sæti Guðlaugur Bragi Magnússon úr SA með 112 stig eftir bráðabana við Jakob Þ. Leifsson úr SFS. Nánar á úrslitasíðunni.

By |2024-06-02T10:18:12+00:00June 1st, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Landsmót í Skeet í dag í Hafnarfirði

Landsmót í Skeet flutt í Hafnarfjörð 1.-2.júní

Þar sem Skotfélag Reykjavíkur hefur ekki fengið svæðið sitt opnað hefur Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar boðist til að halda Landsmótið í Skeet viku fyrr en áætlað var eða um næstu helgi 1.-2.júní !! Skráningar þurfa að berast fyrir miðnætti annað kvöld ! Það verður því mikið um að vera í haglabyssuskotfimi um næstu helgi því einnig verður [...]

By |2024-05-27T07:08:14+00:00May 25th, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Landsmót í Skeet flutt í Hafnarfjörð 1.-2.júní

Jón Þór keppti í 300 metrunum í dag á EM

Jón Þór Sigurðsson keppti í 300 metrum liggjandi á EM í Króatíu í dag. Hann lauk keppni í 21.sæti með 587 stig (97-99-99-98-99-95) sem töluvert undir hans meðalskori. Íslandsmet hans í greininni er 596 stig sem hann setti í Sviss í fyrrasumar. Það hefði nægt honum í 2.sætið á EM. Jón þurfti í þrígang að [...]

By |2024-05-22T13:09:41+00:00May 22nd, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Jón Þór keppti í 300 metrunum í dag á EM

Hákon og Jakob keppa í Qatar næstu þrjá daga

Heimsbikarmótið í Qatar stendur nú yfir. Hákon Þór Svavarsson og Jakob Þór Leifsson keppa þar í haglabyssugreininni SKEET. Hægt er að fylgjast með skorinu í beinni hérna. Þeir skjóta 2 hringi í dag, 2 á morgun og svo einn á sunnudaginn. Finalinn fer svo fram seinni partinn á sunnudeginum.

By |2024-04-26T13:23:22+00:00April 26th, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Hákon og Jakob keppa í Qatar næstu þrjá daga

Tvö Íslandsmet féllu í dag

Íslandsmeistaramótið í riffilgreininni 50m Þrístaða fór fram í Egilshöllinni í dag. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR á nýju Íslandsmeti, 545 stig. Í öðru sæti hafnaði Íris Eva Einarsdóttir úr SR með 520 stig og í þriðja sæti varð Aðalheiður L. Guðmundsdóttir úr SSS með 487 stig. Í drengjaflokki hlaut Úlfar Sigurbjarnarson úr SR [...]

By |2024-04-21T19:58:22+00:00April 21st, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Tvö Íslandsmet féllu í dag

Fyrsta Landsmót STÍ í Skeet á tímabilinu

Fyrsta Landsmót STÍ á nýbyrjuðu tímabilinu í haglabyssugreininni Skeet fór fram í Hafnarfirði um helgina. Pétur T. Gunnarsson úr SR sigraði með 49 stig (105), Jakob Þ. Leifsson úr SFS varð annar með 46 stig (99) og í þriðja sæti hafnaði Arnór L. Uzureau úr SÍH með 37 stig (118). Nánar á úrslitasíðu STÍ strax [...]

By |2024-04-21T19:48:29+00:00April 21st, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Fyrsta Landsmót STÍ í Skeet á tímabilinu

Íslandsmeistaramót í 50m riffilskotfimi fór fram í Kópavogi í dag

Á Íslandsmeistaramótinu í 50m liggjandi rifflinum, prone, sem fram fór í Kópavogi í dag, varð Jón Þór Sigurðsson úr SFK Íslandsmeistari í karlaflokki, Íris Eva Einarsdóttir úr SR í kvennaflokki, Karen Rós Valsdóttir úr SÍ í stúlknaflokki og Úlfar Sigurbjarnarson úr SR í flokki drengja, en setti einnig nýtt Íslandsmet drengja. Nánari skor má finna [...]

By |2024-04-20T15:25:43+00:00April 20th, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmeistaramót í 50m riffilskotfimi fór fram í Kópavogi í dag

Íslandsmótið í Loftriffli í Egilshöll í dag

Íslandsmeistaramótið í Loftriffli var haldið í Egilshöllinni í dag. Í karlaflokki sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 232,1 stig (564,2) , Leifur Bremnes úr SÍ varð annar með 203,9 stig (546,9) og Þórir Kristinsson úr SR vann bronsið með 183,0 stig (564,4). Í drengjaflokki hlaut Úlfar Sigurbjarnarson úr SR gullið með 179,3 stig (517,2) [...]

By |2024-04-14T19:39:36+00:00April 14th, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmótið í Loftriffli í Egilshöll í dag

Íslandsmótið í Loftskammbyssu í Egilshöll í dag

Íslandsmeistaramótið í Loftskammbyssu var haldið í Egilshöllinni í dag. Ívar Ragnarsson úr SFK sigraði í karlaflokki með 232,2 stig (553), Rúnar Helgi Sigmarsson úr SKS varð annar með 224,6 stig (534) og þriðji varð Jón Þór Sigurðsson úr SFK með 204,9 stig (550). Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 215,1 stig (551), Aðalheiður [...]

By |2024-04-13T20:04:54+00:00April 13th, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmótið í Loftskammbyssu í Egilshöll í dag

Landsmót í riffilgreinunum á Ísafirði um helgina

Landsmót STÍ í riffilgreinunum 50m og 50m Þrístöðu fóru fram um helgina á Ísafirði. Á laugardeginum var keppt í 50m liggjandi og sigraði Guðmundur Valdimarsson úr SÍ með 611,7 stig, Valur Richter úr SÍ varð annar með 607,6 stig og þriðji varð Leifur Bremnes úr SÍ með 606,9 stig. Karen Rós Valsdóttir úr SÍ hlaut [...]

By |2024-03-11T07:44:32+00:00March 10th, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Landsmót í riffilgreinunum á Ísafirði um helgina

Landsmót STÍ í loftbyssugreinunum í Kópavogi um helgina

Landsmót STÍ í loftsbyssugreinunum fór fram í Kópavogi um helgina. Á laugardeginum var keppt í loftskammbyssu og sigraði Jón Þór Sigurðsson úr SFK með 553 stig og 9 x-tíur, Jórunn Harðardóttir varð önnur einnig með 553 stig en 6 x-tíur, og í þriðja sæti varð Bjarki Sigfússon úr SFK með 547 stig. Adam Ingi Höybye [...]

By |2024-02-19T07:34:50+00:00February 18th, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Landsmót STÍ í loftbyssugreinunum í Kópavogi um helgina

Ívar sigraði í Grófri skammbyssu

Á Landsmóti STÍ í Grófri skammbyssu á 25m færi, sigraði Ívar Ragnarsson úr SFK með 552 stig, Friðrik Goethe úr SFK varð annar með 534 stig ó þriðji varð Karl Kristinsson úr SR með 522 stig. Nánar á úrslitasíðunni.

By |2024-02-05T16:44:11+00:00February 4th, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Ívar sigraði í Grófri skammbyssu

Friðrik sigraði í Sportskammbyssu í dag

Landsmót STÍ í Sport skammbyssu fór fram í Egilshöllinni í dag. Friðrik Goethe úr SFK sigraði með 553 stig, Ívar Ragnarsson úr SFK varð annar með 552 stig og í þriðja sæti hafnaði Jón Þór Sigurðsson úr SFK með 551 stig.  Nánar á úrslitasíðunni.

By |2024-02-03T16:03:41+00:00February 3rd, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Friðrik sigraði í Sportskammbyssu í dag
Go to Top