Heimsbikarmótinu í Lonato á Ítalíu lýkur í dag. Okkar keppendur stóðu sig með prýði í haglabyssugreininni Skeet og endaði Hákon Þór Svavarsson með 115 stig (21-24-21-24-25) í 78.sæti af 121, Arnór Logi Uzureau með 114 stig (23-22-22-22-25) í 85.sæti og Jakob Þór Leifsson með 113 stig (24-21-22-21-25) í 92.sæti.

Finalarnir eru sýndir beint á YouTube rás ISSF, karlarnir kl.12:47 að ísl.tíma og konurnar kl. 14:17.