Jón Þór Sigurðsson keppti í 300 metrum liggjandi á EM í Króatíu í dag. Hann lauk keppni í 21.sæti með 587 stig (97-99-99-98-99-95) sem töluvert undir hans meðalskori. Íslandsmet hans í greininni er 596 stig sem hann setti í Sviss í fyrrasumar. Það hefði nægt honum í 2.sætið á EM. Jón þurfti í þrígang að kæra skor sitt og var það í öllum tilvikum tekið til greina og leiðrétt. Skelfilegt ef þessi búnaður keppnishaldara er að svíkja á svona móti þar sem hvert stig getur verið dýrkeypt.

Jón Þór keppir svo í 50 metrunum á fimmtudaginn í næstu viku, 30.maí.