Mót og úrslit

Stöðluð skammbyssa í dag

Landsmót STÍ í Staðlaðri skammbyssu fór fram í Egilshöllinni í dag. Jón Þór Sigurðsson úr SFK sigraði með 540 stig, annar varð Karl Kristinsson úr SR með 526 stig og í þriðja sæti hafnaði Þórður Ívarsson úr SA með 523 stig. Nánar á úrslitasíðunni

By | February 23rd, 2020|Mót og úrslit|Comments Off on Stöðluð skammbyssa í dag

Landsmót í loftbyssugreinum í Kópavogi

Landsmót STÍ í loftbyssugreinunum var haldið í Kópavogi á laugardaginn. Í loftskammbyssu karla sigraði Ásgeir Sigurgeirsson úr SR með 578 stig, annar varð Peter Martisovic úr SFK með 544 og í þriðja sæti hafnaði Karl Kristinsson úr SR einnig með 544 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Haðrardóttir úr SR með 548 stig og Aðalheiður Lára [...]

By | February 22nd, 2020|Mót og úrslit|Comments Off on Landsmót í loftbyssugreinum í Kópavogi

Jón Þór jafnaði Íslandsmetið

Landsmót STÍ í 50m Riffli fór fram í Kópavogi laugardaginn 8.febrúar. Í karlaflokki jafnaði Jón Þór Sigurðsson úr SFK eigið Íslandsmet með 623,7 stig. Í öðru sæti varð Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 618,2 stig og Guðmundur Valdimarsson úr SÍ þriðji með 613,5 stig. Í liðakeppninni sigraði sveit SÍ með 1817,4 stig, sveit SFK [...]

By | February 12th, 2020|Mót og úrslit|Comments Off on Jón Þór jafnaði Íslandsmetið

Landsmótum á Akureyri aflýst

Landsmótunum sem halda átti á Akureyri um næstu helgi í Sport-og Grófri skammbyssu hefur verið aflýst.

By | February 12th, 2020|Mót og úrslit|Comments Off on Landsmótum á Akureyri aflýst

Landsmót í Þrístöðu í Kópavogi á sunnudaginn

Landsmót í Þrístöðu-riffli fór fram í Kópavogi á sunnudaginn. Guðmundur Helgi Christensen úr SR sigraði með 1,112 stig, Theodór Kjartansson úr SK varð annar með 1,010 stig og þriðji varð Valur Richter úr SÍ með 1,008 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 1,089 stig og Guðrún Hafberg úr SFK varð önnur með [...]

By | February 11th, 2020|Mót og úrslit|Comments Off on Landsmót í Þrístöðu í Kópavogi á sunnudaginn

Reykjavíkurleikarnir fóru fram um helgina í Laugardalshöll

Keppni í Loftskammbyssu fór fram á laugardeginum á Reykjavíkurleikunum. Í úrslitum sigraði Ívar Ragnarsson með 236,3 stig, Peter Martisovic frá Slóvakíu varð annar með 224,1 stig og Jón Þór Sigurðsson varð þriðji með 203,7 stig. Sóley Þórðardóttir stóð sig frábærlega í úrslitunum og endaði þar í 6.sæti með 142,1 stig. Það er nýtt Íslandsmet unglinga [...]

By | February 2nd, 2020|Mót og úrslit|Comments Off on Reykjavíkurleikarnir fóru fram um helgina í Laugardalshöll

Jón Þór að gera það gott í Danmörku

Jón Þór Sigurðsson riffilskytta keppti á Aarhus Open í 50m liggjandi fyrr í mánuðinum. Keppti hann í fjórum mótum og uppskar 1 gull, 1 silfur og tvö brons. Skorin hjá honum voru einnig mjög góð, 619,2 - 622,7 - 621,6 og 622,5 stig. Íslandsmet hans er 623,7 stig sem hann setti vorið 2016.

By | January 26th, 2020|Mót og úrslit|Comments Off on Jón Þór að gera það gott í Danmörku

Landsmót í Þrístöðu í dag

Á Landsmóti STÍ í Þrístöðu-riffli sem haldið var í Egilshöllinni í Reykjavík í dag sigraði Guðmundur Helgi Christensen  úr SR í karlaflokki með 1,114 stig, annar varð Theodór Kjartansson úr SK með 1,006 stig og í þriðja sæti Leifur Bremnes úr SÍ með 950 stig. Í kvennaflokki hlaut Jórunn Harðardóttir úr SR gullið með  1,088 [...]

By | January 19th, 2020|Mót og úrslit|Comments Off on Landsmót í Þrístöðu í dag

Guðmundur Helgi og Jórunn með gullið í dag

Á Landsmóti STÍ sem haldið var í Egilshöllinni í Reykjavík í dag sigraði Guðmundur Helgi Christensen  úr SR í karlaflokki með 611,4 stig, annar varð Guðmundur Valdimarsson úr SÍ með 605,2 stig og í þriðja sæti Ívar Már Valsson úr SÍ með 601,3 stig. Í kvennaflokki hlaut Jórunn Harðardóttir úr SR gullið með hæsta skor [...]

By | January 18th, 2020|Mót og úrslit|Comments Off on Guðmundur Helgi og Jórunn með gullið í dag

Einn keppandi lauk keppni í frjálsri skammbyssu

Landsmót STÍ í Frjálsri skammbyssu fór fram í Kópavogi á laugardaginn. Aðeins einn keppandi lauk keppni, Jórunn Harðardóttir úr SR. Sjá nánar á úrslitasíðunni.

By | January 15th, 2020|Mót og úrslit|Comments Off on Einn keppandi lauk keppni í frjálsri skammbyssu