Skotíþróttafélag Hafnarfjarðar hélt árlegt mót sitt, SÍH-OPEN, um helgina. Keppt er í haglabyssugreininni SKEET. Skipt var í A og B úrslit eftir fyrri daginn. Í A-úrslitum sigraði Arnór Logi Uzureau með 113/50 stig, Daníel Logi Heiðarsson varð annar með 109/47 stig og í þriðja sæti Jón Gunnar Kristjánsson með 114/34 stig. Í B-úrslitum sigraði Kristinn Tryggvi Gunnarsson með 75/38 stig, Heiðar Eldberg Eiríksson varð annar með 78/34 stig og í þriðja sæti Ómar al Lahham með 80/23 stig. Nánari úrslit má finna á úrslitasíðu STÍ.