Landsmót STÍ í Norrænu trappi var haldið á Skotíþróttasvæði Markviss á Blönduósi.13 keppendur skráðir til leiks frá 5 íþróttafélögum. Veður var þokkalegt, lognið var að flýta sér mismikið yfir helgina og stöku skúrir. En keppendur létu þetta lítið á sig fá fyrri daginn en þann seinni var vindur aðeins meiri og hitastigið töluvert lægra en með vindkælingu var hitastigið rétt yfir frostmarki.Elyass Kristinn Bouanba skaut 86 dúfur í unglingaflokk, Snjólaug M Jónsdóttir skaut 126 dúfur og jafnaði jafnframt sitt eigið Íslandsmet frá því í júní í fyrra. Í karlaflokki var baráttan hörð fram á síðustu dúfu í úrslitum. En leikar fóru þannig að Jón Þór Eyjólfsson frá SFS sigraði á 116+19 dúfum, Guðmann Jónasson MAV á 115+19 dúfum í öðru sæti og Svanur Rafnsson í því þriðja á 110+15 dúfur. Í liðakeppni sigraði lið Markviss á 289 dúfum (Guðmann, Haraldur, Jón Axel) og lið SFS í öðrum sæti á 208 dúfum (Eyjólfur Snær, Guðmundur Helgi, Unnar Már).