Landsmóti STÍ í Compak Sporting var að ljúka á Akureyri. Í einstaklingskeppninni sigraði Jón Valgeirsson úr SR með 193 stig, Jóhann Ævarsson úr SA varð annar með 192 stig og í þriðja sæti hafnaði Ævar S. Sveinsson úr SÍH með 191 stig. Í liðakeppninni sigraði A-sveit SA með 549 stig, B-sveit SA varð önnur með 525 stig og í þriðja sæti varð sveit SR með 525 stig. Nánari úrslit koma svo á úrslitasíðu STÍ um leið og mótaskýrslan berst.