Jóhannes Frank Jóhannesson Íslandsmeistari
Íslandsmeistaramót Skotíþróttasambands Íslands í riffilgreininni Bench Rest fór fram á velli Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi um helgina. Keppt var á 100 metra færi á laugardeginum og 200 metrum á sunnudegi. Efstu menn á 100 metrunum voru Egill Þór Ragnarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 250 stig og 18 X-tíur, annar var Bergur Þór Arthúrsson úr Skotfélagi [...]