Á landsmóti STÍ sem lauk á Akranesi í dag sigraði Hákon Þór Svavarsson úr SFS með 53 stig (115), annar varð Stefán Gísli Örlygsson úr SKA með 50 stig (117) og í þriðja sæti hafnaði Guðlaugur Bragi Magnússon úr SA með 40 stig (120).
Í kvenna keppninni sigraði Snjólaug M. Jónsdóttir úr MAV meö 39 stig (83), önnur varð Helga Jóhannsdóttir úr SFS með 38 stig (96) og í þriðja sæti varð Dagný H. Hinriksdóttir úr SR með 22 stig (93).
Í unglingakeppni mættu tveir til keppni og sigraði Ágúst Ingi Davíðsson úr SFS með 81 stig en í öðru sæti varð Daníel Logi Hreiðarsson með 72 stig.
Í liðakeppni karla sigraði sveit Skotíþróttafélags Suðurlands með 321 stig ( Hákon Þór Svavarsson 115, Jakob Þór Leifsson 109, Aðalsteinn Svavarsson 94), önnur varð sveit Skotfélags Reykjavíkur með 318 stig ( Sigurður Unnar Hauksson 112, Guðmundur Pálsson 111, Kjartan Örn Kjartansson 95) og í þriðja sæti sveit Skotfélags Akureyrar með 307 stig (Grétar Mar Axelsson 115, Guðlaugur Bragi Magnússon 120 stig , Daníel Logi Heiðarsson 72 stig.)