SÍH Open fór fram daga 30.júní- 1.júlí 2018. Í Norrænu Trappi mættu þrír keppendur til leiks og sigraði Timo Salsola, Ólafur V. Ólafsson varð annar og Alvar Salsola hafnaði í þriðja sæti. Í Skeet var keppt í A og B flokki og sigraði Pétur T. Gunnarsson í A-flokki, Sámal Debes varð annar og Guðmann Jónasson þriðji. Í B-flokki sigraði Brynjar Þ. Guðmundsson, annar varð Kristinn Rafnsson og í þriðja sæti Elías M. Kristjánsson. Nánari úrslit má finna á úrslitasíðunni.