Íslandsmót Skotíþróttasambands Íslands í haglabyssugreininni Norrænt Trap var haldið á velli Skotfélags Akraness um helgina. Til leiks mættu sjö í karlaflokki og ein í kvennaflokki. Íslandsmeistari í karlaflokki varð Stefán Kristjánsson úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar og í kvennaflokki Snjólaug María Wium Jónsdóttir úr Skotfélaginu Markviss.