LOFTRIFFILL
Þrír keppendur tóku þátt í karlaflokki mótsins. Guðmundur Helgi Christensen, Skotfélagi Reykjavíkur, varð þeirra hlutskarpastur og sigraði á 591,1 stigi. Þórir Kristinsson, einnig úr SR varð í öðru sæti með 557,7 stig og Theodór Kjartansson, Skotdeild Keflavíkur, varð í þriðja sæti, 0,3 stigum á eftir Þóri en skor Theodórs var 557,4.
Í kvennaflokki loftriffilsins sigraði Jórunn Harðardóttir, Skotfélagi Reykjavíkur, með 585,6 stig. Bára Einarsdóttir, Skotíþróttafélagi Kópavogs, varð önnur með 566,7 stig en Bára varð jafnframt Kópavogsmeistari 2018. Guðrún Hafberg, SFK, varð í þriðja sæti í loftrifflinum með 539,3 stig.
Þær Bára og Guðrún mynduðu kvennalið SFK ásamt Margréti L. Alfreðsdóttur. Sameigilegt skor þeirra var 1551,1 stig
.
LOFTSKAMMBYSSA
Tveir keppendur mættu til leiks í stúlknaflokki, báðar frá Skotfélagi Akureyrar. Það voru þær Sóley Þórðardóttir og Sigríður Láretta Þorgilsdóttir. Sigríður hafð betur í viðureign þeirra og setti hún nýtt Íslandsmet í stúlknaflokki, 490 stig.
Jórunn Harðardóttir, SR, sigraði í loftskammbyssu kvenna. Skor Jórunnar var 551 stig. Bára Einarsdóttir, SFK, varð í öðru sæti með 537 stig en Bára varð jafnframt Kópavogsmeistari í kvennaflokki. Þorbjörg Ólafsdóttir, Skotfélagi Akureyrar, varð svo í þriðja sæti á 499 stigum.
Tvö kvennalið mættu til leiks, frá Skotíþróttafélagi Kópavogs og Skotfélagi Akureyrar. Lið SFK hafði betur í viðureign þeirra og sigraði á 1475 stigum. Lið SFK var skipað Báru, Guðrúnu Hafberg og Elísabetu Ósk Pálsdóttur. Lið Akureyringanna var skipað Þorbjörgu auk stúlknanna tveggja. Sóleyju og Sigríði. Samanlagt skor þeirra var 1443 stig.
Í karlaflokki loftskammbyssunar sigraði Þórður Ívarsson, Skotfélagi Akureyrar en skor Þórðar var 528 stig. Ólafur Egilsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs varð í öðru sæti með 517 stig en Ólafur varð jafnframt Kópavogsmeistari 2018. Ingvi Eðvaldsson, Skotdeild Keflavíkur, varð í þriðja sæti með 498 stig.
Í liðakeppni karlaflokksins sigraði lið Skotdeildar Keflavíkur á 1489 stigum. Lið suðurnesjamannanna var skipað Ingva auk Hannesi H. Gilbert og Þorláki Bernhard. Lið Skotíþróttafélags Kópavogs, skipað Ólafi Egilssyni, Hálfdáni R. Guðmundssyni og Sigurbirni Snjólfssyni varð í öðru sæti með 1450 stig.