gummiisnes

About Guðmundur Kr. Gíslasson

This author has not yet filled in any details.
So far Guðmundur Kr. Gíslasson has created 638 blog entries.

Jón Valgeirs sigraði á Akureyri

Landsmóti STÍ í Compak Sporting var að ljúka á Akureyri. Í einstaklingskeppninni sigraði Jón Valgeirsson úr SR með 193 stig, Jóhann Ævarsson úr SA varð annar með 192 stig og í þriðja sæti hafnaði Ævar S. Sveinsson úr SÍH með 191 stig. Í liðakeppninni sigraði A-sveit SA með 549 stig, B-sveit SA varð önnur með [...]

By |2024-06-16T15:13:13+00:00June 16th, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Jón Valgeirs sigraði á Akureyri

Hákon kominn með sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar

Hákon Þór Svavarsson, skotíþróttamaður, hefur fengið boð um þátttöku á Ólympíuleikunum í París í sumar en Alþjóða ólympíunefndin staðfesti svo í dag. Hákon Þór verður þar með þriðji Íslendingurinn sem kemst inn á Ólympíuleikana sem haldnir verða í júlí og fram í ágúst. Hákon Þór fékk boðssæti sem Alþjóða ólympíunefndin (IOC) staðfesti í dag. Hákon [...]

By |2024-06-13T17:36:09+00:00June 13th, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Hákon kominn með sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar

Skotþing 2024 í Laugardalnum í dag

Skotþing 2024 fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í dag. Þingið var afar vel sótt en fulltrúar 11 héraðs- og íþróttabandalaga af 14 aðildarsamböndum mættu og þar af fulltrúar 14 skotfélaga af 18 sem eiga aðild að STÍ. Þingið gekk vel fyrir sig og mætti Hafsteinn Pálsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ og færði þinginu kveðjur framkvæmdastjórnar [...]

By |2024-06-08T18:57:30+00:00June 7th, 2024|Uncategorized|Comments Off on Skotþing 2024 í Laugardalnum í dag

Landsmót í Norrænu trappi á Blönduósi

Landsmót STÍ í Norrænu trappi var haldið á Skotíþróttasvæði Markviss á Blönduósi.13 keppendur skráðir til leiks frá 5 íþróttafélögum. Veður var þokkalegt, lognið var að flýta sér mismikið yfir helgina og stöku skúrir. En keppendur létu þetta lítið á sig fá fyrri daginn en þann seinni var vindur aðeins meiri og hitastigið töluvert lægra en [...]

By |2024-06-17T16:00:35+00:00June 2nd, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Landsmót í Norrænu trappi á Blönduósi

Landsmót í Skeet í dag í Hafnarfirði

Landsmót STÍ í skeet fór fram í Hafnarfirði í dag. Arnór L. Uzureau úr SÍH sigraði með 118 stig, Hákon Þ. Svavarsson úr SFS varð annar með 116 stig og í þriðja sæti Guðlaugur Bragi Magnússon úr SA með 112 stig eftir bráðabana við Jakob Þ. Leifsson úr SFS. Nánar á úrslitasíðunni.

By |2024-06-02T10:18:12+00:00June 1st, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Landsmót í Skeet í dag í Hafnarfirði

Jón Þór vann silfrið á Evrópumeistaramótinu í dag

Jón Þór Sigurðsson riffilskytta keppir í dag á Evrópumeistaramótinu í Osijek í Króatíu í 50 metrum (prone). Hægt er að fylgjast með skorinu í beinni hérna. UPPFÆRT: Jón vann til silfurverðlauna rétt í þessu með 627,0 stig (103,5 + 105,3 + 104,8 + 104,0 + 105,2 + 104,2) Frábær árangur hjá honum en hann landaði [...]

By |2024-05-30T11:56:37+00:00May 30th, 2024|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Jón Þór vann silfrið á Evrópumeistaramótinu í dag

Skotþing 2024 Framboð til stjórnar

Frestur til að bjóða sig fram til setu í stjórn STÍ er nú runnin út og bárust framboð frá eftirtöldum innan frests : Um tvö sæti í aðalstjórn til 2ja ára : Guðmundur Kr. Gíslason Jórunn Harðardóttir Mörður Áslaugarson Um eitt sæti í varastjórn til 2ja ára : Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir Áfram situr formaðurinn Halldór [...]

By |2024-05-27T10:00:42+00:00May 27th, 2024|Erlend mót og úrslit, Uncategorized|Comments Off on Skotþing 2024 Framboð til stjórnar

Landsmót í Skeet flutt í Hafnarfjörð 1.-2.júní

Þar sem Skotfélag Reykjavíkur hefur ekki fengið svæðið sitt opnað hefur Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar boðist til að halda Landsmótið í Skeet viku fyrr en áætlað var eða um næstu helgi 1.-2.júní !! Skráningar þurfa að berast fyrir miðnætti annað kvöld ! Það verður því mikið um að vera í haglabyssuskotfimi um næstu helgi því einnig verður [...]

By |2024-05-27T07:08:14+00:00May 25th, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Landsmót í Skeet flutt í Hafnarfjörð 1.-2.júní

Keppni lokið á EM í Króatíu

Þá er keppni í skeet lokið á Evrópumeistaramótinu í Osijek í Króatíu. Hákon Þ. Svavarsson endaði í 71.sæti með 112 stig (20-24-23-23-22), Arnor L. Uzureau í 73.sæti með 111 stig (24-21-20-23-23) og Jakob Þ. Leifsson í 76.sæti með 110 stig (21-23-21-23-22). Keppendur voru alls 83. Evrópumeistari í karlaflokki varð Sven Korte frá Þýskalandi og í [...]

By |2024-05-24T15:50:54+00:00May 24th, 2024|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Keppni lokið á EM í Króatíu

Jón Þór keppti í 300 metrunum í dag á EM

Jón Þór Sigurðsson keppti í 300 metrum liggjandi á EM í Króatíu í dag. Hann lauk keppni í 21.sæti með 587 stig (97-99-99-98-99-95) sem töluvert undir hans meðalskori. Íslandsmet hans í greininni er 596 stig sem hann setti í Sviss í fyrrasumar. Það hefði nægt honum í 2.sætið á EM. Jón þurfti í þrígang að [...]

By |2024-05-22T13:09:41+00:00May 22nd, 2024|Mót og úrslit|Comments Off on Jón Þór keppti í 300 metrunum í dag á EM
Go to Top