Jórunn Harðardóttir keppti í loftskammbyssu á Evrópumeistaramótinu í Osijkek í Króatíu í morgun. Skorið hjá henni var 543 stig en þess má geta að Íslandsmetið hennar er 567 stig. Hún hafnaði að lokum í 67.sæti en keppendur voru 70 talsins frá 26 aðildarþjóðum.