Mót og úrslit

Fjöldi móta um næstu helgi

Um næstu helgi verða haldin fjögur mót á höfuðborgarsvæðinu. Á laugardaginn er Christensenmótið í loftbyssugreinunum í Egilshöllinni og síðan er Íslandsmótið í Frjálsri skammbyssu á sunnudaginn á sama stað. Á völlum Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar að Iðavöllum, verður keppt í haglabyssugreinunum Skeet og Nordísku Trappi bæði laugardag og sunnudag.

By |2018-05-08T19:48:45+00:00May 8th, 2018|Mót og úrslit|Comments Off on Fjöldi móta um næstu helgi

Íslandsmótið í Compak Sporting á Akureyri í byrjun júní

Stjórn STÍ og Skotfélags Akureyrar tóku sameiginlega ákvörðun um það að færa Íslandsmeistaramót í Compak Sporting fram um eina helgi, til 9.-10. júní, þar sem við vorum farin að óttast að fyrsti leikur Íslands á HM í knattspyrnu myndi hafa áhrif á mætingu keppenda á mótið, sem við auðvitað viljum hafa sem veglegast. Þetta kann [...]

By |2018-05-07T17:10:41+00:00May 7th, 2018|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmótið í Compak Sporting á Akureyri í byrjun júní

Íslandsmótið í Þrístöðuriffli í dag

Íslandsmótið í Þrístöðuriffli 3x40skot fór fram í Egilshöllinni í dag. Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur setti nýtt Íslandsmet í kvennaflokki, 1,081 stig og varð Íslandsmeistari, Bára Einarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs varð önnur með 1,043 stig og Guðrún Hafberg úr Skotíþróttafélagi Kópavogs varð í 3ja sæti með 975 stig. Sveit Skotíþróttafélags Kópavogs varð Íslandsmeistari í kvennaflokki [...]

By |2018-05-06T19:22:03+00:00May 6th, 2018|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmótið í Þrístöðuriffli í dag

Íslandsmót í 50 m liggjandi riffli í Kópavogi

Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur varð Íslandsmeistari í opnum karlaflokki á Íslandsmeistaramótinu í 50m liggjandi riffli sem fram fór í Íþróttahúsinu Digranesi laugardaginn 5. maí en skor Guðmundar Helga var 616,8 stig. Arnfinnur Auðunn Jónsson, Skotíþróttafélagi Kópavogs var annar með 611,9 stig og Jón Þór Sigurðsson, einnig úr SFK, varð þriðji með 611,6 stig. Í [...]

By |2018-05-06T09:57:49+00:00May 6th, 2018|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmót í 50 m liggjandi riffli í Kópavogi

Íslandsmet á Reykjavíkurmótinu í dag

Þrjú Íslandsmet féllu á Reykjavíkurmóti í skotfimi sem haldið var hjá Skotfélagi Reykjavíkur (SR) í Egilshöll í dag. Íris Eva Einarsdóttir (SR) setti nýtt Íslandsmet í loftriffli kvenna og skaut 605,4 stig og varð samtímis Reykjavíkurmeistari. Í öðru sæti varð Jórunn Harðardóttir (SR) með 595,3 stig og í þriðja sæti varð Bára Einarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs [...]

By |2021-04-15T15:22:26+00:00April 21st, 2018|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmet á Reykjavíkurmótinu í dag

Íslandsmótið í Sport skammbyssu í dag

Íslandsmótið í Sport skammbyssu fór fram í Egilshöllinni í dag. Íslandsmeistari varð Ívar Ragnarsson úr SFK með 551 stig og 6 innri tíur, í öðru sæti Friðrik Goethe úr SFK með 551 stig og 5 innri tíur. Í þriðja sæti varð Þórður Ívarsson úr SA með 536 stig. Íslandsmeistarar í liðakeppninni urðu A-lið Skotíþróttafélags Kópavogs [...]

By |2018-04-15T19:22:08+00:00April 15th, 2018|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmótið í Sport skammbyssu í dag

Íslandsmótið í Grófri skammbyssu í dag

Íslandsmótið í Grófri skammbyssu fór fram í Kópavogi í dag. Íslandsmeistari varð Ívar Ragnarsson úr SFK með 548 stig, annar varð Ólafur Egilsson úr SFK með 521 stig og í þriðja sæti Eiríkur Ó. Jónsson úr SFK með 520 stig. Í liðakeppninni varð A-sveit Skotíþróttafélags Kópavogs (SFK) Íslandsmeistari með 1,555 stig, í öðru sæti sveit [...]

By |2018-04-14T20:27:05+00:00April 14th, 2018|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmótið í Grófri skammbyssu í dag

Íslandsmetin urðu þrjú á Íslandsmótinu í dag

Íslandsmótið í loftriffli fór fram í Egilshöllinni í Grafarvogi í dag. Í unglingaflokki karla varð Magnús G. Jensson úr Skotdeild Keflavíkur Íslandsmeistari á nýju Íslandsmeti, 566,6 stig, annar varð Elmar T. Sverrisson með 526,3 stig og í þriðja sæti Jakub I. Pitak með 522,0 stig. Þeir koma allir úr Skotdeild Keflavíkur og bættu þeir í [...]

By |2018-04-09T14:14:12+00:00April 8th, 2018|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmetin urðu þrjú á Íslandsmótinu í dag

Eitt Íslandsmet féll í dag

Íslandsmótið í loftskammbyssu fór fram í Egilshöllinni í Grafarvogi í dag. Eitt Íslandsmet féll en Sigríður L. Þorgilsdóttir úr Skotfélagi Akureyrar bætti metið í unglingaflokki en hún skoraði 465 stig og varð Íslandsmeistari unglinga. Í öðru sæti varð Sóley Þórðardóttir úr SA með 410 stig og í þriðja sæti varð Ingibjörg Y. Gunnarsdóttir úr SR. [...]

By |2018-04-08T09:27:37+00:00April 7th, 2018|Mót og úrslit|Comments Off on Eitt Íslandsmet féll í dag

Íslandsmótin í loftbyssugreinunum um helgina

Íslandsmótin í loftskammbyssu og loftriffli fara fram í Egilshöllinni um næstu helgi. Á laugardaginn hefst loftskammbyssukeppnin kl. 09:00, næsti riðill kl.11 og svo hefst síðasti riðillinn kl. 13:00. Á sunnudaginn hefst loftrifflilkeppnin kl.10 og seinni riðillinn kl. 12:00.

By |2018-04-07T11:40:50+00:00April 3rd, 2018|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmótin í loftbyssugreinunum um helgina

Íslandsmót í Staðlaðri skammbyssu

Íslandsmótið í Staðlaðri skammbyssu var haldið í Egilshöllinni í Grafarvogi í dag. Íslandsmeistari varð Ívar Ragnarsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 541 stig, annar varð Jón Þ. Sigurðsson einnig úr Kópavogi með 526 stig og í þriðja sæti hafnaði Grétar M. Axelsson úr Skotfélagi Akureyrar með 516 stig. Í liðakeppninni sigraði A-sveit Skotíþróttafélags Kópavogs með 1,575 [...]

By |2018-03-14T19:43:34+00:00March 10th, 2018|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmót í Staðlaðri skammbyssu

Landsmót í loftbyssugreinunum í Kópavogi

Thomas Viderö, Skotíþróttafélagi Kópavogs, sigraði í Landsmóti STÍ í loftskammbyssu sem fram fór í Íþróttahúsinu Digranesi laugardaginn 24. febrúar. Skor Thomasar var 557 stig en Þórður Ívarsson, Skotfélagi Akureyrar varð í öðru sæti með 540 stig sem dugði honum til að komast upp í 1. flokk. Þriðja sætið kom svo í hlut Dúa Sigurðssonar úr [...]

By |2018-02-25T19:54:37+00:00February 25th, 2018|Mót og úrslit|Comments Off on Landsmót í loftbyssugreinunum í Kópavogi

Íslandsmet á landsmótinu um helgina

Landsmót STÍ í skeet fór fram á velli Skotíþróttafélags Suðurlands um helgina. Í kvennaflokki sigraði Helga Jóhannsdóttir úr SÍH með 58/75 stig og 31/60 stig í úrslitum Dagný Hinriksdóttir úr SR varð önnur á 46/75 og 27/60 og Eva Ó. Skaftadóttir úr SR varð 3ja á 26/75 og 20/60. Þórey Helgadóttir úr SR varð 4ða [...]

By |2021-04-15T15:22:31+00:00July 25th, 2017|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmet á landsmótinu um helgina

Landsmót á Akranesi

Á Landsmóti STÍ sem fer núna fram á Akranesi voru sett 3 Íslandsmet í kvennaflokki. Helga Jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar náði 59/75 í undankeppninni og einnig 39/60 í úrslitunum. Í öðru sæti varð Snjólaug M.Jónsdóttir úr Skotfélaginu Markviss með 30 stig í úrslitum (40 í undankeppni) og í þriðja sæti Eva Ó.Skaftadóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur [...]

By |2017-07-27T11:56:35+00:00May 28th, 2017|Mót og úrslit|Comments Off on Landsmót á Akranesi

Íslandsmót í loftbyssugreinum í Egilshöll

Eitt fjölmennasta loftbyssumót sem haldið hefur verið á Íslandi var haldið í dag í aðstöðu Skotfélags Reykjavíkur, elsta íþróttafélagi landsins sem heldur nú í ár upp á 150 ára afmæli sitt. Kristína Sigurðardóttir, Skotfélagi Reykjavíkur, kom, sá og sigraði í kvennaflokki eftir nokkra ára hlé frá keppni eftir langvinn meiðsli. Kristína skoraði 365 stig og [...]

By |2017-07-27T11:56:53+00:00April 2nd, 2017|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmót í loftbyssugreinum í Egilshöll

Vestfjarðamótið

Um helgina fóru fram Vestfjarðamótin í riffilgreinum. Á laugardag var keppt í 50 metra liggjandi riffli og sigraði Jón Þór Sigurðsson úr SFK með 608,9 stig, annar varð Valur Richter úr SÍ með 603,6 stig og í þriðja sæti hafnaði Guðmundur Valdimarsson úr SÍ með 602,5 stig. Í Kvennaflokki sigraði Bára Einarsdóttir úr SFK með [...]

By |2017-07-27T11:54:49+00:00March 28th, 2017|Mót og úrslit|Comments Off on Vestfjarðamótið
Go to Top