Um næstu helgi verða haldin fjögur mót á höfuðborgarsvæðinu. Á laugardaginn er Christensenmótið í loftbyssugreinunum í Egilshöllinni og síðan er Íslandsmótið í Frjálsri skammbyssu á sunnudaginn á sama stað. Á völlum Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar að Iðavöllum, verður keppt í haglabyssugreinunum Skeet og Nordísku Trappi bæði laugardag og sunnudag.