Íslandsmótið í loftskammbyssu fór fram í Egilshöllinni í Grafarvogi í dag. Eitt Íslandsmet féll en Sigríður L. Þorgilsdóttir úr Skotfélagi Akureyrar bætti metið í unglingaflokki en hún skoraði 465 stig og varð Íslandsmeistari unglinga. Í öðru sæti varð Sóley Þórðardóttir úr SA með 410 stig og í þriðja sæti varð Ingibjörg Y. Gunnarsdóttir úr SR.

Í karlaflokki varð Ásgeir Sigurgeirsson úr SR Íslandsmeistari með 572 stig, Ingvar Bremnes úr SÍ varð annar með 540 stig og í þriðja sæti hafnaði Þórður Ívarsson úr SA með 538 stig.

Í kvennaflokki varð Jórunn Harðardóttir úr SR Íslandsmeistari með 554 stig, önnur varð Bára Einarsdóttir úr SFK með 529 stig og í þriðja sæti Kristína Sigurðardóttir úr SR með 523 stig.

Í liðakeppni karla varð A-sveit Skotíþróttafélags Kópavogs Íslandsmeistari með 1,538 stig, í öðru sæti varð sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1,529 stig og í þriðja sæti sveit Skotfélags Akureyrar með 1,381 stig.

Í kvennakeppninni sigraði A-sveit Skotíþróttafélags Kópavogs með 1,538 stig, önnur varð sveit Skotfélags Akureyrar með 1,423 stig og í þriðja sæti hafnaði sveit Skotfélags Akureyrar með 1,381 stig.

Nánari úrslit má finna á úrslitasíðunni á www.sti.is