Íslandsmótið í Staðlaðri skammbyssu var haldið í Egilshöllinni í Grafarvogi í dag. Íslandsmeistari varð Ívar Ragnarsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 541 stig, annar varð Jón Þ. Sigurðsson einnig úr Kópavogi með 526 stig og í þriðja sæti hafnaði Grétar M. Axelsson úr Skotfélagi Akureyrar með 516 stig. Í liðakeppninni sigraði A-sveit Skotíþróttafélags Kópavogs með 1,575 stig, í öðru sæti varð A-sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1,460 stig og í þriðja sæti hafnaði sveit Skotfélags Akureyrar með 1,391 stig. Nánar á úrslitasíðunni.
Íslandsmót í Staðlaðri skammbyssu
By Guðmundur Kr. Gíslasson|2018-03-14T19:43:34+00:00March 10th, 2018|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmót í Staðlaðri skammbyssu