Stjórn STÍ og Skotfélags Akureyrar tóku sameiginlega ákvörðun um það að færa Íslandsmeistaramót í Compak Sporting fram um eina helgi, til 9.-10. júní, þar sem við vorum farin að óttast að fyrsti leikur Íslands á HM í knattspyrnu myndi hafa áhrif á mætingu keppenda á mótið, sem við auðvitað viljum hafa sem veglegast. Þetta kann að hafa haft óþægindi í för með sér fyrir einhverja og biðjumst við velvirðingar á því. Viðburðurinn verður auglýstur betur nú á næstu dögum og vonum við að sem flestir mæti til leiks.

Einnig er vert að benda á að þeir sem ætla að keppa verða að hafa keppnisrétt í einhverju aðildarfélagi STÍ.