Þá er keppni í skeet lokið á Evrópumeistaramótinu í Osijek í Króatíu. Hákon Þ. Svavarsson endaði í 71.sæti með 112 stig (20-24-23-23-22), Arnor L. Uzureau í 73.sæti með 111 stig (24-21-20-23-23) og Jakob Þ. Leifsson í 76.sæti með 110 stig (21-23-21-23-22). Keppendur voru alls 83. Evrópumeistari í karlaflokki varð Sven Korte frá Þýskalandi og í kvennaflokki var það Diana Bacosi frá Ítalíu. Nánar má skoða úrslitin hérna.