Erlend mót og úrslit

Jón Þór hafnaði í 7.sæti í Svíþjóð

Jón Þór Sigurðsson keppti í dag á Evrópumótaröðinni í 300m skotfimi, þar sem keppt er með stórum riffli og skotið 60 skotum úr liggjandi stöðu á 300 metra færi. Keppnin fór fram í Uppsala í Svíþjóð. Hann endaði í 7.sæti í undankeppninni af 25 keppendum sem er frábær árangur. Skorið var 98 97 99 98 [...]

By |2022-05-22T09:17:18+00:00May 21st, 2022|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Jón Þór hafnaði í 7.sæti í Svíþjóð

Heimsbikarmót ISSF í Lonato á Ítalíu

Heimsbikarmót ISSF í Lonato á Ítalíu stendur nú yfir. Við eigum þar tvo keppendur í SKEET, Hákon Þ. Svavarsson og Stefán G. Örlygsson. Þeir hefja keppni þriðjudaginn 26.apríl en þá eru skotnir 3 hringir og svo seinni tveir hringirnir á miðvikudaginn. Hægt ert að fylgjast með skorinu hérna.

By |2022-04-24T09:54:18+00:00April 24th, 2022|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Heimsbikarmót ISSF í Lonato á Ítalíu

Heimsbikarmót á Kýpur þessa dagana

Við eigum þrjá keppendur á heimsbikarmóti í skeet, sem stendur nú yfir á Kýpur. Þeir eru Hákon Þ. Svavarsson, Pétur T. Gunnarsson og Stefán G. Örlygsson. Þeir taka jafnframt þátt í liðakeppninni, Hægt er að fylgjast með skorinu hérna.

By |2022-03-13T15:16:30+00:00March 13th, 2022|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Heimsbikarmót á Kýpur þessa dagana

Intershoot aflýst í Hollandi

Alþjóðlega loftbyssumótinu, INTERSHOOT,  sem haldið er árlega í Hollandi, hefur verið aflýst. Það átti að vera dagana 3.-5.febrúar 2022 en vegna COVID-stöðunnar hefur stjórn mótsins ákveðið að fella það niður að þessu sinni. Nánar á heimasíðu keppninnar hérna.

By |2021-12-21T08:39:42+00:00December 21st, 2021|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Intershoot aflýst í Hollandi

Jón Þór keppti í úrslitum Lapua Cup í Sviss

Jón Þór Sigurðsson keppti í úrslitum Lapua Cup í borginni Winterthur í Sviss. Hann lenti í vandræðum með skotin en náði samt að komast skammlaust frá mótinu. Jón keppti í riffilgreininni 300 metrum liggjandi og var skorið 570/15x stig. Þess má geta að Íslandsmetið hans sem hann setti á Evrópumeistaramótinu í Króatíu í júní er [...]

By |2021-10-07T20:25:24+00:00October 3rd, 2021|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Jón Þór keppti í úrslitum Lapua Cup í Sviss

Felix hafnaði í 17.sæti á Evrópumeistaramótinu

Evrópumeistaramótið í haglabyssugreininni Compak Sporting fór fram í Frakklandi um helgina. Felix Jónsson keppti í unglingaflokki og hafnaði hann í 17.sæti en keppendur voru alls 30. Í karlaflokki lenti Jón Valgeirsson í 148.sæti af 325 keppendum og Jóhann Halldórsson í 307.sæti. Nánari úrslit eru hérna.

By |2021-08-25T14:51:25+00:00August 25th, 2021|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Felix hafnaði í 17.sæti á Evrópumeistaramótinu

Jón Þór með 587/23x stig í Danmörku

Jón Þór Sigurðsson hafnaði í 26.sæti á Lapua European Cup í Árósum um helgina. Keppt er í liggjandi stöðu með riffli og skotið á 300 metra færi með opnum sigtum. Skorið hjá honum var 587/23x en Íslansmet hans er 595/25x.

By |2021-08-25T11:11:00+00:00August 25th, 2021|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Jón Þór með 587/23x stig í Danmörku

Lapua European Cup í 300m riffli um helgina

Lapua European Cup í 300 metra riffilskotfimi fer fram í Árósum um helgina. Við eigum þar einn keppanda, Jón Þór Sigurðsson sem keppir í 300 metra liggjandi á sunnudaginn. Tenging við keppnina er á þessari slóð

By |2021-08-19T10:11:53+00:00August 19th, 2021|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Lapua European Cup í 300m riffli um helgina

EM í Compak Sporting að hefjast

Evrópumeistaramótið í haglabyssugreininni Compak Sporting hefst á morgun. Þrír Íslendingar eru meðal keppenda, Jón Valgeirsson og Jóhann Halldórsson sem keppa í karlaflokki og Felix Jónsson í unglingaflokki. Hægt verður að fylgjast með framvindu hérna.

By |2021-08-18T21:08:02+00:00August 18th, 2021|Erlend mót og úrslit|Comments Off on EM í Compak Sporting að hefjast
Go to Top