Jórunn Harðardóttir tók þátt í Loftskammbyssu á Evrópumeistaramótinu sem haldið var í Györ í Ungverjalandi. Hún náði þar 550 stigum sem skilaði henni í 57.sæti af 64 keppendum. Íslandsmetið sem hún setti fyrir stuttu, 567 stig, hefði skilað henni í 20.sæti á þessu móti.