Jón Þór Sigurðsson riffilskytta keppir í dag á Evrópumeistaramótinu í Osijek í Króatíu í 50 metrum (prone). Hægt er að fylgjast með skorinu í beinni hérna.

UPPFÆRT: Jón vann til silfurverðlauna rétt í þessu með 627,0 stig (103,5 + 105,3 + 104,8 + 104,0 + 105,2 + 104,2) Frábær árangur hjá honum en hann landaði silfrinu í síðasta skotinu, 10,5 . Athyglisvert einnig að öll 60 skotin voru tíur+