Jón Þór með bronsið á HM
Jón Þór Sigurðsson var að vinna bronsverðlaun á Heimsmeistaramótinu í riffilskotfimi í Kaíró, Egyptalandi. Úrslitakeppnin var gríðarlega spennandi sem sjá má af því að fimm efstu voru allir með 597 stig en miðjutíurnar réðu úrslitum. Sigurvegarinn, Petr Nymbursky frá Tékklandi var með 40 xtíur, Max Ohlenburger frá Þýskalandi með 38 xtíur og svo Jón Þór [...]















