Erlend mót og úrslit

Jón Þór með bronsið á HM

Jón Þór Sigurðsson var að vinna bronsverðlaun á Heimsmeistaramótinu í riffilskotfimi í Kaíró, Egyptalandi. Úrslitakeppnin var gríðarlega spennandi sem sjá má af því að fimm efstu voru allir með 597 stig en miðjutíurnar réðu úrslitum. Sigurvegarinn, Petr Nymbursky frá Tékklandi var með 40 xtíur, Max Ohlenburger frá Þýskalandi með 38 xtíur og svo Jón Þór [...]

By |2025-11-17T09:31:46+00:00November 17th, 2025|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Jón Þór með bronsið á HM

Jón Þór vann sinn riðil í Kaíró

Jón Þór Sigurðsson var að sigra fyrri riðilinn í 300m prone riffli í Kaíró á frábæru skori 598 og 32 x-tíur. Úrslitin fara svo fram í fyrramálið kl. 07:15 að íslenskum tíma.

By |2025-11-17T07:31:25+00:00November 16th, 2025|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Jón Þór vann sinn riðil í Kaíró

Jón Þór keppir í 300m riffli á HM

Jón Þór Sigurðsson keppir í undankeppninni í 300m riffli (300m Rifle Prone Men) á HM á sunnudaginn 16.nóvember kl. 8:45 að íslenskum tíma. Úrslitakeppnin er svo á mánudaginn 17.nóvember kl. 07:15 að ísl.tíma. Skorinu má fylgjast með hérna.

By |2025-11-14T09:59:47+00:00November 14th, 2025|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Jón Þór keppir í 300m riffli á HM

Valur og Jón Þór keppa í fyrramálið

Heimsmeistaramótið í kúlugreinunum stendur nú yfir í Kaíró í Egyptalandi. Valur Richter og Jón Þór Sigurðsson keppa í 50m liggjandi riffli (50m Rifle Prone Men) föstudaginn 14.nóvember og hefst keppnin kl. 07:15 að íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með skorinu í beinni hérna. UPPFÆRT: Keppni er nú lokið og hafnaði Jón Þór Sigurðsson í [...]

By |2025-11-14T09:50:47+00:00November 13th, 2025|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Valur og Jón Þór keppa í fyrramálið

HM í haglabyssu hefst í Aþenu í dag

Heimsmeistaramótið í haglabyssugreininni Skeet hefst í Aþenu í Grikklandi í dag. Við erum þar með 3 keppendur, þá Hákon Þór Svavarsson, Jakob Þór Leifsson og Arnór Loga Uzureau. Skotnir eru tveir hringir í dag, tveir á morgun og svo 1 hringur og úrslitakeppnin á sunnudaginn. Hægt er að fylgjast með skorinu hérna  UPPFÆRT: Hægt er [...]

By |2025-10-12T09:04:51+00:00October 12th, 2025|Erlend mót og úrslit|Comments Off on HM í haglabyssu hefst í Aþenu í dag

Jón Þór í 5.sæti í Evrópubikarkeppninni

Evrópumeistarinn Jón Þór Sigurðsson hafnaði í 5.sæti í úrslitakeppni Evrópubikarkeppninnar í Zagreb. Það voru 25 bestu skotmenn Evrópu sem komust í úrslitakeppnina. Skorið var 597 stig og 32x en sigurvegarinn var með 598 stig og 39x. Þeir sem voru í sætum tvö til átta voru allir með 597 stig en innri tíurnar réðu þar úrslitum. [...]

By |2025-10-10T09:50:45+00:00October 5th, 2025|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Jón Þór í 5.sæti í Evrópubikarkeppninni

Jóhannes Frank heimsmeistari í nákvæmnisskotfimi (LV)

Jóhannes Frank Jóhannsson varð í gær heimsmeistari í Benchrest í miðkveiktum rifflum í léttum flokki (LV) á samanlögðum árangri 100 og 200 y færi á heimsmeistaramóti í St. Louise þar sem rúmlega 80 bestu keppendur í greininn kepptu. Var hann með meðaltal 0,1995  Aggregate ( LV 100 Yards 0,1728 - LV 200 Yards 0,2262) en [...]

By |2025-09-26T14:08:09+00:00September 26th, 2025|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Jóhannes Frank heimsmeistari í nákvæmnisskotfimi (LV)

Jón Þór í 6.sæti í Evrópubikarnum

Nýkrýndur Evrópumeistari varð í 6.sæti á móti í Evrópubikarnum sem fram fór í Árósum í Danmörku . Skorið var mjög gott 595 og 38 innri tíur. Hann var í brasi með riffilinn sem var eitthvað að klikka hjá honum í undankeppninni en small svo í lag fyrir úrslitakeppnina.

By |2025-08-23T10:04:07+00:00August 23rd, 2025|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Jón Þór í 6.sæti í Evrópubikarnum

Jón Þór Sigurðsson Evrópumeistari í riffli

Jón Þór Sigurðsson var að sigra á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi í riffilgreininni “300m Prone” þar sem skotið er með stórum rifflum, liggjandi af 300 metra færi með opnum gatasigtum. Hæst er hægt að fá 600 stig og 60 X-tíur.  Jón Þór endaði með 599 stig og 45 X innri tíur. Annar varð Alexander Schmirl frá [...]

By |2025-08-02T12:31:30+00:00August 1st, 2025|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Jón Þór Sigurðsson Evrópumeistari í riffli

EM í Frakklandi að ljúka

Aðalkeppninni í Skeet er lokið og var árangur okkar keppenda þokkalegur, efstur var Hákon með 115 af 125 og dugði það honum til að ná lágmarki fyrir Solo keppnina þar sem að í fyrstu útsláttarhrinu atti hann kappi við Jack Fairclough frá Írlandi og sigraði Hákon með yfirburðum. Í næstu hrinu keppti Hákon við Jerzy [...]

By |2025-08-01T11:04:39+00:00July 31st, 2025|Erlend mót og úrslit|Comments Off on EM í Frakklandi að ljúka

Evrópumeistaramótið í Frakklandi að hefjast

Evrópumeistaramótið (ESC) í öllum útigreinum hefst í dag í Chateauroux í Frakklandi. Við eigum þar þrjá keppendur í haglabyssugreininni SKEET, einn riffilgreinunum 50m og 300m liggjandi sem og í Staðlaðri skammbyssu. Skeet keppnin hefst 25.júlí og er hægt að fylgjast með skorinu hérna. Keppni í 50m liggjandi riffli er 28.júlí, í Staðlaðri skammbyssu 29.júlí og [...]

By |2025-07-24T12:35:45+00:00July 24th, 2025|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Evrópumeistaramótið í Frakklandi að hefjast

Nýtt Íslandsmet hjá landsliði okkar í Skeet á Ítalíu

Nú hafa keppendur okkar lokið keppni á Heimsbikarmótinu á Ítalíu með frábærum árangri. Hákon Þór Svavarsson endaði í 39.sæti með 120 stig (23-24-24-24-25), Jakob Þór Leifsson í 48.sæti einnig með 120 stig (24-24-23-25-24) og Arnór Logi Uzureau í 129.sæti með 114 stig (23-22-23-24-22) og samanlagt bættu þeir Íslandsmetið í liðakeppni með 354 stig en gamla [...]

By |2025-07-08T15:44:57+00:00July 8th, 2025|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Nýtt Íslandsmet hjá landsliði okkar í Skeet á Ítalíu

Íslenski hópurinn í skotfimi í Andorra

Íslenski hópurinn í loftgreinum á Smáþjóðaleikunum í Andorra 2025. Gull og silfur í loftskammbyssu karla. Keppt var í loftriffli kvenna, loftskammbyssu kvenna og loftskammbyssu karla.

By |2025-05-29T14:01:45+00:00May 29th, 2025|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Íslenski hópurinn í skotfimi í Andorra

Loftskammbyssa karla í Andorra í dag Jón Þór með gullið og Ívar silfur

Loftskammbyssa karla stendur nú yfir á Smáþjóðaleikunum í Andorra. Jón Þór Sigurðsson (567) og Ívar Ragnarsson (553) tryggðu sér sæti í úrslitum. Úrslitin hefjast kl.09:30 að íslenskum tíma og má fylgjast með þeim LIVE hérna. UPPFÆRT: Jón Þór sigraði í úrslitunum og Ívar varð annar eftir spennandi keppni.

By |2025-05-29T17:23:14+00:00May 29th, 2025|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Loftskammbyssa karla í Andorra í dag Jón Þór með gullið og Ívar silfur

Loftskammbyssa kvenna í Andorra í dag

Loftskammbyssukeppnin í Andorra er í gangi. Okkar keppendur eru komnir í úrslit, Jórunn Harðardóttir með 544 stig og Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir með 525 stig. Átta manna úrslitin hefjast kl. 09:00 að íslenskum tíma. Hægt er einnig að fylgjast með LIVE hérna. UPPFÆRT: Keppni er lokið og hafnaði Aðalheiður Lára í 5.sæti og Jórunn í því [...]

By |2025-05-29T10:36:58+00:00May 28th, 2025|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Loftskammbyssa kvenna í Andorra í dag

Loftriffilkeppnin í Andorra að hefjast

Keppni með loftriffli á 10 metra færi er að hefjast á Smáþjóðaleikunum í Andorra. Þar keppa fyrir Íslands hönd Jórunn Harðardóttir og Íris Eva Einarsdóttir. Fylgjast má með gangi mála hérna. UPPFÆRT: Íris er komin í 8 manna úrslit en Jórunn rétt missti af sæti í þeim. UPPFÆRT: Íris hafnaði í áttunda sæti í úrslitunum.

By |2025-05-29T10:44:41+00:00May 27th, 2025|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Loftriffilkeppnin í Andorra að hefjast

Smáþjóðaleikarnir í Andorra að hefjast

Smáþjóðaleikarnir í Andorra hefjast á morgun með setningarathöfn. Keppni hefst svo á þriðjudaginn en dagskrá má sjá hérna. Keppendur flugu til Barcelóna í morgun og fara svo í rútum upp til Andorra. Íslensku keppendurnir í skotfimi eru Ívar Ragnarsson, Jón Þór Sigurðsson, Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir og Jórunn Harðardóttir sem keppa í loftskammbyssu og í loftriffli [...]

By |2025-05-25T12:26:56+00:00May 25th, 2025|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Smáþjóðaleikarnir í Andorra að hefjast

Gull hjá Jóni Þór í Sviss í dag

Riffilskyttan Jón Þór Sigurðsson var að landa sínum fyrsta sigri á Evrópubikarmótaröðinni í sinni grein sem er 300 metra skotfimi liggjandi. Keppt var í Sviss að þessu sinni. Hann jafnaði jafnframt Íslandsmet sitt, 596 stig (33x)(99-100-99-100-100-98). Fyrra metið setti hann á sama móti á sama stað fyrir tveimur árum. Í öðru sæti varð Pascal Bachmann [...]

By |2025-05-17T07:20:55+00:00May 16th, 2025|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Gull hjá Jóni Þór í Sviss í dag

Jóhannes Frank vann 200 metra keppnina líka

Jóhannes Frank Jóhannesson sigraði einnig í dag á opna alþjóðlega riffilmótinu í Frakklandi. Hann keppti þar í Bench Rest með léttum rifflum á 100+200 metra færi og vann þar heildarkeppnina með glæsibrag. Keppendur komu alls staðar að frá Evrópu en þátttaka var takmörkuð við 70 manns. Nánar hérna.

By |2025-05-04T16:24:29+00:00May 4th, 2025|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Jóhannes Frank vann 200 metra keppnina líka

Hákon að keppa í Skeet á Kýpur

Heimsbikarmót ISSF í Skeet er að hefjast í dag í Nicosiu á Kýpur. Hákon Þór Svavarsson keppir þar og hefur leik á morgun. Þá eru skotnir tveir hringir, tveir á þriðjudaginn og svo einn á miðvikudag og úrslitin seinna þann dag. Hægt er að fylgjast með skorinu hérna.

By |2025-05-04T09:06:31+00:00May 4th, 2025|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Hákon að keppa í Skeet á Kýpur
Go to Top