Bikarmótinu og SR-Open lokið
Bikarmót Skotíþróttasambands Íslands og SR-OPEN mótið fóru fram á velli Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi um helgina. Bikarmeistari í karlaflokki varð Stefán Gísli Örlygsson úr Skotfélagi Akraness, í öðru sæti á mótinu varð Pétur T. Gunnarsson úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar og í þriðja sæti varð Sigurður Unnar Hauksson úr Skotfélagi Reykjavíkur. Í kvennaflokki varð Snjólaug María Jónsdóttir [...]