Karl Kristinsson sigraði á Landsmóti í Sportbyssu
Karl Kristinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði á Landsmóti STí sem haldið var í Egilshöll í dag. Nánari úrslit á Úrslitasíðunni.
Landsmóti í Grófri skammbyssu aflýst
Landsmóti STÍ í Grófri skammbyssu, sem halda átti í Digranesi á sunnudaginn, hefur verið aflýst vegna ónógrar þátttöku.
Jórunn og Guðmundur Helgi sigruðu á Ísafirði í Þrístöðuriffli
Jórunn Harðardóttir og Guðmundur Helgi Christensen, bæði úr Skotfélagi Reykjavíkur, sigruðu á landsmóti STÍ á Ísafirði í dag. Nánari úrslit á úrslitasíðunni
Jón Þór og Bára sigruðu á landsmótinu á Ísafirði í dag
Jón Þór Sigurðsson úr SFK sigraði á Landsmóti STÍ sem haldið var á Ísafirði í dag. Í kvennaflokki sigraði Bára Einarsdóttir úr SÍ. Nánari úrslit á úrslitasíðunni.
Reykjavíkurleikarnir um næstu helgi í Egilshöll
http://results.sius.com/Events.aspx... Hér fyrir ofan er krækjan til að fylgjast með skotkeppnunum á Reykjavíkurleikunum næstu helgi. Þar er keppt í loftskammbyssu á laugardaginn og svo í loftriffli á sunnudaginn. Nánar á www.sr.is
COVID-reglur aðildarfélaga STÍ eru uppfærðar
Að vanda hafa COVID reglurnar verið uppfærðar samkvæmt nýjustu gögnum frá yfirvöldum og eru þær aðgengilegar undir liðnum Lög og Reglur
Alþjóðlegu Reykjavíkurleikarnir 5.-6.febrúar 2022
Reykjavík International Games - Skotfimin á REYKJAVÍKURLEIKUNUM 2022 verður helgina 5.-6. febrúar í Egilshöllinni í Grafarvogi. Keppt verður á laugardeginum í loftskammbyssu og á sunnudeginum í loftriffli. Keppt er í OPNUM flokkum að vanda og [...]
Landsmótum í riffilgreinum frestað
Landsmótunum í 50m liggjandi og þrístöðu, sem áttu að vera í Egilshöllinni í lok janúar, hefur frestað til 5.-6.mars 2022
Mótum næstu helgar aflýst
Landsmótunum sem halda átti í Egilshöllinni um næstu helgi hefur verið aflýst vegna smitfjölda í þjóðfélaginu 8.1.2022 Laugardagur 09:00 Loftskammbyssa/-riffill Landsmót SR - Egilshöll 9.1.2022 Sunnudagur 09:00 Stöðluð skammbyssa Landsmót SR - Egilshöll
Andri Stefánsson ráðinn framkvæmdastjóri ÍSÍ
Til sambandsaðila ÍSÍ Reykjavík, 21. desember 2021 Sæl öll, Með pósti þessum viljum við tilkynna ykkur að Andri Stefánsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Andri tekur við starfinu af Líneyju Rut Halldórsdóttur [...]














