Mót og úrslit

Nýjar stigareglur í skeet og reglur um landsliðsval 2019

Stjórn hefur gefið út nýjar reglur um stigalista í skeet, sem kemur í stað bikarstiga. Svipaðar reglur verða birtar um hinar Ólympísku greinarnar fyrir upphaf næsta keppnistímabil. Eins eru hér reglur um landsliðsval í skeet árið 2019. a. STIGAREGLUR SKEET 5.maí 2019 b. STIGALISTI SKEET 5.maí 2019 c. VAL Í LANDSLIÐ Í SKEET 5.maí 2019

By | May 5th, 2019|Mót og úrslit|Comments Off on Nýjar stigareglur í skeet og reglur um landsliðsval 2019

Íslandsmeistarar í 50m liggjandi

Íslandsmeistaramótið í 50m liggjandi riffli fór fram í Íþróttahúsinu Digranesi laugardaginn 4. maí 2019. Í stúlknaflokki mætti einn keppandi til leiks, Viktoría E. Bjarnarson, Skotfélagi Reykjavíkur, sem varð Íslandsmeistari í þeim flokki. Skor Viktoríu var 536,3 stig. Í kvennaflokkum voru tveir keppendur og þar hafði Jórunn Harðardóttir, Skotfélagi Reykjavikur, sigur á Guðrúnu Hafberg sem keppti [...]

By | May 5th, 2019|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmeistarar í 50m liggjandi

Ívar sigraði á Íslandsmótinu í Grófri skammbyssu í dag

Íslandsmeistaramótið í Grófri skammbyssu fór fram í Kópavogi í dag. Ívar Ragnarsson úr SFK sigraði með 552 stig, annar varð Friðrik Þ. Goethe úr SFK með 540 stig og í þriðja sæti lenti Karl Kristinsson úr SR með 538 stig. Í liðakeppninni sigraði A-lið Skotíþróttafélags Kópavogs (Ívar Ragnarsson,Eiríkur Ó.Jónsson,Ólafur Egilsson) með 1,561 stig, í öðru [...]

By | April 28th, 2019|Mót og úrslit|Comments Off on Ívar sigraði á Íslandsmótinu í Grófri skammbyssu í dag

Íslandsmet í Sport skammbyssu í dag

Íslandsmótið í Sport skammbyssu fór fram í Egilshöllinni í dag. Íslandsmeistari varð Jón Þór Sigurðsson með 563 stig, annar varð Ívar Ragnarsson með 558 stig og í þriðja sæti hafnaði Friðrik Þór Goethe með 556 stig. Þeir skipuðu jafnframt A-sveit Skotíþróttafélags Kópavogs sem setti nýtt Íslandsmet 1,677 stig. Í öðru sæti varð B-sveit Skotíþróttafélags Kópavogs [...]

By | April 27th, 2019|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmet í Sport skammbyssu í dag

Jórunn setti Íslandsmet í dag

Á landsmóti Skotíþróttasambands Íslands í Þrístöðu-riffli á 50 metra færi, sem fram fór í Egilshöllinni í dag setti Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur nýtt Íslandsmet í kvennaflokki með 1,095 stig, í öðru sæti varð Bára Einarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 1,017 stig og í þriðja sæti í kvennaflokki varð Guðrún Hafberg úr Skotíþróittafélagi Kópavogs með [...]

By | December 16th, 2018|Mót og úrslit|Comments Off on Jórunn setti Íslandsmet í dag

Landsmót í 50 metra liggjandi riffli í Egilshöll í dag

Landsmót STÍ í 50m liggjandi riffli fór fram í Egilshöllinni í dag. Í kvennaflokki sigraði Bára Einarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 614,4 stig, önnur varð Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 609,7 stig og í þriðja sæti hafnaði Margrét L. Alfreðsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 581,1 stig. Í karlaflokki sigraði Jón Þór Sigurðsson úr Skotíþróttafélagi [...]

By | December 15th, 2018|Mót og úrslit|Comments Off on Landsmót í 50 metra liggjandi riffli í Egilshöll í dag

Landsmót í Frjálsri skammbyssu í Kópavogi

Landsmót STÍ í Frjálsri skammbyssu fór fram í Digranesi í Kópavogi í dag. Jón Árni Þórisson úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði með 469 stig, í öðru sæti varð Sigurgeir Guðmundsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 465 stig og 3 x-ur og í þriðja sæti Bára Einarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með sama stigafjölda en eina x-tíu.

By | December 9th, 2018|Mót og úrslit|Comments Off on Landsmót í Frjálsri skammbyssu í Kópavogi

Breyting á skráningarreglum STÍ

Stjórn STÍ samþykkti nýlega breytingar á skráningarreglum sínum. Aðalbreytingin felst í því að nú þurfa félögin að tilkynna keppendur 5 virkum dögum fyrir mót. Skrá þarf þá keppendur í síðasta lagi á sunnudagskvöldi vikunni fyrir mót næstu helgi þar á eftir. Breytingin tekur gildi frá og með 1.janúar 2019.  Nánar hérna. 

By | December 8th, 2018|Mót og úrslit|Comments Off on Breyting á skráningarreglum STÍ

Íslandsmet á landsmóti STÍ í dag

Það féllu tvö Íslandsmet á landsmóti Stí sem haldið var í loftsalnum hjá Skotdeild Keflavíkur í dag. Magnús Guðjón Jensson í Skotdeild Keflavíkur er enn og aftur að bæta sig og bætti sitt eigið Íslandsmet í loftriffli um ca 8 stig með heildarskori upp á slétt 576 stig. Einnig setti Sigríður Láretta Þorgilsdóttir frá Skotfélagi [...]

By | December 2nd, 2018|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmet á landsmóti STÍ í dag

Landsmót STÍ í 50 metra þrístöðuriffli á Ísafirði í dag

Í dag var haldið landsmót STÍ í þrístöðu á Ísafirði. Í karlaflokki sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 1103 stig, í öðru sæti var Valur Richter SÍ með 1014 stig og í þriðja sæti varð Þorsteinn Bjarnason SR með 959 stig. Í kvenna flokki sigraði Jórunn Harðardóttir SR með 1063 stig, í öðru sæti var Bára Einarsdóttir SFK með 1049 [...]

By | November 25th, 2018|Mót og úrslit|Comments Off on Landsmót STÍ í 50 metra þrístöðuriffli á Ísafirði í dag