Erlend mót og úrslit

Íslandsmet hjá Jórunni í München í dag

Jórunn Harðardóttir var að ljúka keppni á nýju Íslandsmeti í loftskammbyssu á Heimsbikarmótinu í München í Þýskalandi. Hún hafnaði í 78.sæti af 122 keppendum, en hún náði 560 stigum (92 93 95 94 93  93). Fyrra met hennar var 557 stig sem hún setti á Reykjavíkurleikunum í byrjun árs. Hún keppir svo ásamt Ásgeiri Sigurgeirssyni [...]

By |2018-05-28T13:46:26+00:00May 27th, 2018|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmet hjá Jórunni í München í dag

Ásgeir keppti í dag í Munchen

Ásgeir Sigurgeirsson lauk keppni í dag á Heimsbikarmótinu í München en hann keppti þar í loftskammbyssu. Hann hafnaði í 61.sæti af 135 keppendum. Skorið hjá honum var 572 stig (95 96 95 95 94 97) sem er töluvert frá hans besta en hann á Íslandsmetið í greininni sem er 589 stig. Nánar frá keppninni hérna.

By |2018-05-25T18:51:41+00:00May 25th, 2018|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Ásgeir keppti í dag í Munchen

Ásgeir og Jórunn að hefja keppni í München

Ásgeir Sigurgeirsson keppir á morgun föstudag í loftskammbyssu á Heimsbikarmótinu í München og hefst hans riðill kl. 06:45  að íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með honum á þessari slóð. Jórunn Harðardóttir keppir í loftskammbyssu á sunnudaginn og byrjar keppnin kl. 09:15 að íslenskum tíma og hægt að fylgjast með henni hérna.  Þau taka svo [...]

By |2018-05-25T00:00:20+00:00May 25th, 2018|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Ásgeir og Jórunn að hefja keppni í München

Keppni lokið í München

Grand Prix mótinu í München er nú lokið og stóðu okkar keppendur sig alveg ágætlega. Jón Þór Sigurðsson endaði í 50.sæti af 63 keppendum með 617,3 stig (103.5 102.0 103.1 103.5 103.4 101.8) Bára Einarsdóttir hafnaði í 28.sæti af 36 keppendum með 613,7 stig (102.0 102.4 101.8 103.5 101.5 102.5) Keppt var með 22ja kalibera [...]

By |2018-05-23T17:48:28+00:00May 23rd, 2018|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Keppni lokið í München

Jón Þór lauk keppni í Hannover í dag

Jón Þór Sigurðsson hafnaði í 50.sæti af 89 keppendum á mjög öflugu stórmóti í Hannover í Þýskalandi, í 50 metra liggjandi riffli (50m Rifle Prone). Skorið var 612,7 stig sem er langt frá hans besta árangri en Íslandsmet hans er 623,7 stig síðan 2016. Hægt er að skoða úrslitin nánar á þessari slóð.

By |2021-04-15T15:22:25+00:00May 11th, 2018|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Jón Þór lauk keppni í Hannover í dag

Jórunn endaði með 554 stig á EM

Jórunn Harðardóttir var að ljúka keppni á Evrópumeistaramótinu í loftskammbyssu í Györ í Ungverjalandi. Hún hafnaði í 54.sæti af 72 keppendum. Skorið var 554 stig (89-91-94-93-90-97 og 15x-tíur). Íslandsmet hennar sem hún setti á RIG-leikunum í Reykjavík er 557 stig.

By |2021-04-15T15:22:26+00:00February 24th, 2018|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Jórunn endaði með 554 stig á EM
Go to Top