Fyrsta móti sumarsins lokið, aðstæðu voru frekar krefjandi á laugardeginum en þá var NA átt stöðug í um 15m/sek og kviður fóru upp undir 19 m/sek. Þetta er í fyrsta skipti sem að mót í Norrænu trapi er skotið sem unisex mót, keppendur voru skráðir 11 frá 3 félögum. 2 lið voru skráð til keppni. Einn forfallaðist á mótsdag og annar eftir fyrri dag og því bara eitt lið sem að lauk keppni. Skor mótsins var í samræmi við aðstæður en í þessari vindátt á vellinum nær vindurinn undir dúfurnar og lyftir þeim upp. Úrslit helgarinn urðu þau að lið Markviss A skipað Guðmanni Jónassyni, Elyass Kristni Bouanba og Snjólaugu M Jónsdóttir endaði með 293 stig en þetta er fyrsta unisex liðið í Norrænu trapi. Elyass Kristinn var eini unglingurinn skráður og endaði hann á 95 stigum. Í fullorðinsflokki var Hilmar Már Baldursson SA í 3ja sæti á 94 dúfum + 16 í final, í öðru sæti var Haraldur Holti Líndal MAV á 98 dúfum + 19 í final. Sigurvegari mótsins Guðmann Jónasson MAV á 105 dúfum + 19 í final. Nánari úrslit á úrslitasíðunni