Hér eru tekin saman nokkur lykilatriði sem snúa að áhorfendum. Á þetta við um öll skotmót sem haldin eru á vegum STÍ.

• Allir gestir skulu vera skráðir, a.m.k. nafn, kennitala, símanúmer og sæti. Geyma þarf upplýsingar um áhorfendur í tvær vikur eftir viðburð vegna rakningar.

• Allir gestir skulu vera sitjandi í númeruðum sætum og ekki andspænis hvor öðrum. Númera skal sæti svo 1m er að lágmarki í næsta áhorfanda á alla kanta. Áhorfendur skulu sitja í því sæti sem þeim er úthlutað, ekki er leyfilegt að skipta á sætum.

———————————————————————————————–
• Heimilt er að taka á móti allt að 200 sitjandi áhorfendum í númeruð sæti með 1 metra nálægðarmörkum.

• Áhorfendur skulu sitja í því sæti sem þeim er úthlutað á meðan á viðburði stendur.

• Ath! Mögulega taka áhorfendasvæði/stúkur ekki 200 manns í sæti, nauðsynlegt að mæla út.

• Ef fleiri en eitt sótthólf þá þarf hvert hólf að vera með sérinngang og sér salerni.

• Áhorfendum er skylt að nota andlitsgrímu.

• Gríman á að hylja nef og munn.

• Þátttakendur á keppnissvæði mega ekki fara yfir á önnur svæði s.s. áhorfendasvæði.

Og svo ítrekum við COVID-19 leiðbeiningarnar sem eru hérna í heild sinni