40.Skotíþróttaþing var haldið í Íþróttamiðstöðoinni í Laugardal í dag. Mjög góða þátttaka var á þinginu en fulltrúar komu frá 10 aðildarfélögum STÍ. Þingforseti var Jón S. Ólason fyrrverandi formaður STÍ. Kjör fór að þessu sinni fram um einn varamann í stjórn en Kristvin Ómar Jónsson var skjálfkjörinn þar sem ekki bárust önnur framboð. Einnig var kosið um tvo aðalmenn í stjórn og voru það þrír aðilar sem buðu sig fram. Jórunn Harðardóttir fékk 49 atkvæði, Guðmundur Kr. Gíslason fékk 41 og Þórður Ívarsson hlaut 10 atkvæði. Stjórnin er því óbreytt en hana skipa ásamt Jórunni, Guðmundi og Kristvin þau Halldór Axelsson formaður, Ómar Jónsson og Kjartan Friðriksson meðstjórnendur og Helga Jóhannsdóttir varamaður. Þráinn Hafsteinsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ ávarpaði þingið og var gerður góður rómur að orðum hans.