Ísland á tvo keppendur á Evrópumeistaramótinu í loftbyssugreinunum sem fram fer þessa dagana í Györ í Ungverjalandi.  Jórunn Harðardóttir keppir í loftskammbyssu á laugardaginn  kl. 08:30 að íslenskum tíma. Tengill á skortöfluna er hérna.  Ásgeir Sigurgeirsson keppir einnig í loftskammbyssu á laugardaginn en hann byrjar keppni kl. 11:00 að íslenskum tíma. Skortafla karlakeppninnar er hérna.

Á morgun föstudag hefja þau hins vegar keppni í parakeppni þar sem þau skjóta 40 skotum hvort og samanlagður árangur ræður úrslitum. Hlekkur á þá keppni er hérna.