Um helgina fóru fram Vestfjarðamótin í riffilgreinum. Á laugardag var keppt í 50 metra liggjandi riffli og sigraði Jón Þór Sigurðsson úr SFK með 608,9 stig, annar varð Valur Richter úr SÍ með 603,6 stig og í þriðja sæti hafnaði Guðmundur Valdimarsson úr SÍ með 602,5 stig.
Í Kvennaflokki sigraði Bára Einarsdóttir úr SFK með 614,4 stig, önnur varð Margrét L. Alfreðsdóttir úr SFK með 585,5 stig og í þriðja sæti varð Guðrún Hafberg úr SFK með 566,4 stig.
Á sunnudaginn var keppt í 50 metra þrístöðu og sigraði Þorsteinn Bjarnarson úr SR með 962 stig, annar varðValur Richter úr SÍ með 932 stig og þriðji varð Þórir Kristinsson úr SR með 921 stig.
Í kvennaflokki sigraði Bára Einarsdóttir úr SFK með 514 stig, Guðrún Hafberg úr SFK varð önnur með 475 stig og Margrét L. Alfreðsdóttir úr SFK varð þriðja með 394 stig. Árangur þeirra er nýtt Íslandsmet í kvannaflokki 1,383 stig. Nánar á úrslitasíðunni.