Jórunn Harðardóttir og Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur voru rétt í þessu að ljúka keppni í parkeppni á Evrópumeistaramótinu í Maribor þau kepptu þar í loftskammbyssu. Þau enduðu í 10. sæti í þeirri keppni af 28 liðum sem þátt tóku. Þau voru grátlega nærri því að komast í úrslitin.
Þau voru með samanlagt 477 stig og 11 innri tíur en lið númer 8 inn í úrslit komst inn á 477 stigum og 14 innri tíum. Jórunn keppti einnig í morgun í einstaklingskeppninni í loftskammbyssu og endaði í 61. sæti af 65 keppendum