Landsmót í 50m liggjandi riffli í Kópavogi í dag
Á Landsmóti STÍ í 50m liggjandi riffli, sem haldið var í Kópavogi í dag, bætti Óðinn Magnússon úr SKS eigið Íslandsmet í unglingaflokki og skaut nú 568,5 stig. Í karlaflokki sigraði Jón Þór Sigurðsson úr [...]
Hákon er að keppa á heimsbikarmótinu í Marokkó
Hákon Þ. Svavarsson er að keppa á heimsbikarmótinu í Marokkó í haglabyssugreininni Skeet. Hann skaut fyrstu tvo hringina í dag 23+24, næstu tveir verða skotnir á morgun og svo einn hringur á sunnudaginn. Hægt er [...]
Skotíþróttasambandið það sjöunda fjölmennasta innan ÍSÍ
Samkvæmt tölfræði ÍSÍ vegna ársins 2021 er Skotíþróttasamband Íslands í sjöunda sæti yfir fjölmennustu sérsambönd innan ÍSÍ, með 5.614 (4%) skráða iðkendur af alls 139.207 iðkendum. HSí er með 7.356 (5%), KKÍ 8.119 (6%), LH [...]
Landsmót í loftbyssugreinum í Egilshöll í dag
Landsmót STÍ í loftbyssugreinunum fór fram í Egilshöll í dag. Í loftskammbyssu sigraði Ívar Ragnarsson úr SFK með 558 stig, Bjarki Sigfússon varð annar með 533 stig og þriðji Björgvin Sigursson úr SK með 511 [...]
Skotíþróttafólk ársins 2022
Stjórn STÍ hefur valið eftirtalda sem Skotíþróttafólk ársins 2022: Í karlaflokki Hákon Þór Svavarsson (44 ára) úr Skotíþróttafélagi Suðurlands Hákon varð Norðurlandameistari í haglabyssu á NM í sumar. Hann tryggði sér þátttökurétt á Evrópuleikunum í [...]
Jórunn jafnaði Íslandsmetið í Loftskammbyssu
Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur jafnaði í dag eigið Íslandsmet, 560 stig, í Loftskammbyssu á Landsmóti STÍ sem haldið var í Egilshöllinni í dag. Silfrið í kvennaflokki hlaut Aðalheiður L. Guðmundsdóttir úr SSS með 537 [...]