Síðasta Landsmót STÍ sumarsins fór fram á velli Skotfélags Akraness um helgina. Heimamaðurinn Stefán Gísli Örlygsson sigraði, Jakob Þór Leifsson úr SÍH varð annar og í þriðja sæti varð Daníel L. Heiðarsson úr SA. Einn mætti í unglingaflokk að þessu sinni, Bríet Berndsen úr SKS. Nánar á úrslitasíðunni.