Hið árlega Arctic Coast Open í Skeet fór fram um Húnavöku að venju. Veðrið lék við keppendur þrátt fyrir “hrakveðurspár” undanfarna daga og skein sú gula glatt er leið á daginn.
Keppendur að þessu sinni komu frá Skotíþróttafélögum suðurlands og Hafnarfjarðar,Skotf.Akraness,Skotgrund á Snæfellsnesi og Sunda Byrsufélagi í Færeyjum. Jakob Þ. Leifsson úr SFS sigraði með 114/32 stig, Arnór U. Þráinsson úr SÍH varð annar með 84/30 stig og í þriðja sæti hafnaði Sámal Eyðstein Debes úr SBF með 93/19 stig.